Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 10:37 Maður selur minnjagripi um almyrkva við Níagarafossa á landamærum Kanada og Bandaríkjanna í fyrra. Björn Berg Gunnarsson (t.h.) varar við því að undirbúningur fyrir almyrkva á á Íslandi á næsta ári sé of takmarkaður. Vísir/EPA Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. Almyrkvi verður á sólu síðdegis miðvikudaginn 12. ágúst á næsta ári. Slíkir myrkvar eru aðeins sjáanlegir frá afmörkuðum hluta jarðarinnar hverju sinni og margir gera sér því sérferð þangað sem almyrkvar sjást. Dæmi eru um að almyrkvaáhugamenn hafi bókað sér hótelgistingu á Íslandi með átta ára fyrirvara vegna myrkvans á næsta ári. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, varar við því að Íslendingar séu of værurkærir í aðdraganda myrkvans. Gistipláss á landinu séu nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar séu fáanlegir. Að minnsta kosti tíu skemmtiferðaskip séu væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið sé að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með löngum fyrirvara. Hann bendir á í grein á Vísi að þegar almyrkvi sást frá Færeyjum fyrir áratug hafi tugir erlenda fjölmiðla sótt eyjarnar heim. Efnahagsleg áhrif almyrkva sem sást í Bandaríkjunum í fyrra hafi numið meira en 800 milljörðum króna. Gistirými hafi selst upp og gistinætur rokið upp í veðri. Á helstu svæðum á slóð myrkvans hafi gistiverð tvöfaldast og alls kyns hliðarstarfsemi hafi verið komið upp með góðum fyrirvara, þar á meðal sólmyrkvahátíðum og sölu á varningi. „Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning,“ skrifar Björn í grein sinni. Ekki hægt að redda sér með gámagistingu Íslendingar þurfi að vera tilbúnir til þess að geta hagnast á viðburðinum. Ef þeim sé alvara með því að laða betur borgandi ferðamenn til landsins verði það ekki gert með því að taka við sér þegar allt sé þegar orðið fullt rétt fyrir myrkvann og ætla að redda sér með gámagistingu. „Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart,“ skrifar Björn. Almyrkvinn sé í um mínútu í Reykjavík og verður sá fyrsti sem sést frá borginni í tæp sex hundruð ár. Sá næsti verður sýnilegur frá Reykjavík árið 2245. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg samkvæmt vefsíðunni Sólmyrkva 2026. Deildarmyrkvi sem sást frá Íslandi árið 2015 vakti mikla athygli. Þá huldi tunglið tæplega 98 prósent sólarinnar á himninum fyrir ofan Reykjavík en 99,5 prósent á Austurlandi. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Geimurinn Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Almyrkvi verður á sólu síðdegis miðvikudaginn 12. ágúst á næsta ári. Slíkir myrkvar eru aðeins sjáanlegir frá afmörkuðum hluta jarðarinnar hverju sinni og margir gera sér því sérferð þangað sem almyrkvar sjást. Dæmi eru um að almyrkvaáhugamenn hafi bókað sér hótelgistingu á Íslandi með átta ára fyrirvara vegna myrkvans á næsta ári. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, varar við því að Íslendingar séu of værurkærir í aðdraganda myrkvans. Gistipláss á landinu séu nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar séu fáanlegir. Að minnsta kosti tíu skemmtiferðaskip séu væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið sé að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með löngum fyrirvara. Hann bendir á í grein á Vísi að þegar almyrkvi sást frá Færeyjum fyrir áratug hafi tugir erlenda fjölmiðla sótt eyjarnar heim. Efnahagsleg áhrif almyrkva sem sást í Bandaríkjunum í fyrra hafi numið meira en 800 milljörðum króna. Gistirými hafi selst upp og gistinætur rokið upp í veðri. Á helstu svæðum á slóð myrkvans hafi gistiverð tvöfaldast og alls kyns hliðarstarfsemi hafi verið komið upp með góðum fyrirvara, þar á meðal sólmyrkvahátíðum og sölu á varningi. „Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning,“ skrifar Björn í grein sinni. Ekki hægt að redda sér með gámagistingu Íslendingar þurfi að vera tilbúnir til þess að geta hagnast á viðburðinum. Ef þeim sé alvara með því að laða betur borgandi ferðamenn til landsins verði það ekki gert með því að taka við sér þegar allt sé þegar orðið fullt rétt fyrir myrkvann og ætla að redda sér með gámagistingu. „Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart,“ skrifar Björn. Almyrkvinn sé í um mínútu í Reykjavík og verður sá fyrsti sem sést frá borginni í tæp sex hundruð ár. Sá næsti verður sýnilegur frá Reykjavík árið 2245. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg samkvæmt vefsíðunni Sólmyrkva 2026. Deildarmyrkvi sem sást frá Íslandi árið 2015 vakti mikla athygli. Þá huldi tunglið tæplega 98 prósent sólarinnar á himninum fyrir ofan Reykjavík en 99,5 prósent á Austurlandi.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Geimurinn Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira