Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 21:46 Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Aðsend Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins. „Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
„Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira