„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 15:02 Kúm sem þessum gæti fækkað verði tollar á pitsaost með jurtaolíu felldir niður, að sögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“ Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“
Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira