Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:37 Svali hjá Tenerife ferðum hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti Íslendingum og fara í ferðir með þá um eyjuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins. Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Það myndast oft langar biðraðir í Leifsstöð þegar Íslendingar bíða eftir því að komast upp í flugvél og fljúga til Tenerife í sólina. Eyjan hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða en íbúar á Tenerife er um ein milljón en á hverju ári koma þangað um sjö milljónir ferðamanna. Það er alveg ljóst að Íslendingar elska að vera í sólinni á Tenerife einhvern tímann yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er alltaf kallaður hjá Tenerife ferðum þekkir eyjuna allra manna best enda með fjölbreyttar ferðir fyrir Íslendinga. „Íslenskir ferðamenn eru náttúrulega mjög vel liðnir og það er aðallega vegna þess að við erum að skilja eftir einhverja aura hérna. Við erum dugleg að fara út að borða, í skoðunarferðir og erum ekki bara bundin við hótel garðinn,” segir Svali. En veit Svali hvað það eru margir Íslendingar á eyjunni yfir vetrartímann? „Ég myndi typpa á að í hverri viku séu hérna einhversstaðar í kringum átján hundruð til tvö þúsund manns. Það er bara eins og gott byggðafélag,” segir Svali hlæjandi. Það er mjög vinsælt hjá hjónum að láta teikna skopmynd af sér á Tenerife en allskonar listamenn taka á móti fólki og bjóða því þjónustu sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg ljóst að Íslendingar elska Tenerife enda íslenska fánanum flaggað víða. „Já, það er fullmikið af Íslendingum hérna, maður getur varla verið að grínast á íslensku þá skilur það einhver,” segir Matthías Bjarnason og hlær en hann er núna ferðamaður á Tenerife. Matthías Bjarnason frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi nýtur þess að vera á Tenerife með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við þennan stað? „Bara sólin og strendurnar og tær sjór. Verðlagið er líka fínt hérna og bjórinn er ódýr”, segir Lára systir Matthíasar. Lára Bjarnadóttir frá Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem elskar eins og bróðir sinn að vera á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur líst bara mjög vel á Tenerife, hér er bara dásamlegt að vera, ótrúlega huggulegt að brjóta veturinn svona upp og koma hérna í febrúar, við mælum með því. Og hér eru Íslendingar út um allt,” segja vinkonurnar og ferðamennirnir frá Akranesi eða þær Helga Sjöfn Jónasdóttir og Vigdís Elfa Jónsdóttir. Vinkonurnar frá Akranesi, sem fóru þangað með fjölskyldum sínum til að fagna 40 ára afmælinu sínu báðar tvær. Helga Sjöfn til vinstri og Vigdís Elfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólarlagið á Tenerife er engu líkt.Magnús Hlynur Hreiðarsson McDonalds er einn af vinsælustu veitingastöðunum hjá Íslendingum á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira