Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 06:48 Silvía Llorens Izaguirre aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Háskólinn í Reykjavík/Kristinn Magnússon Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað gífurlega á milli ára en á aðeins fimm árum er um að ræða meira en tvöföldun á fjölda verkbeiðna til deildarinnar. Í fyrra sinnti deildin á fjórða tug verkefna sem tengjast handtökuskipunum frá Evrópu og voru tveir „sérlega hættulegir“ glæpamenn handteknir á Íslandi í fyrra í gegnum samstarfið. Aðstoðarbeiðnir vegna slíkra mála eru ekki þær einu sem hefur fjölgað hjá deildinni. Alþjóðadeildin fæst við fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars alþjóðlegri skipulagðri brotastarfsemi og samskiptum við erlend lögregluyfirvöld, til að mynda vegna leitar að týndu og eftirlýstu fólki. Meiri glæpir og fleiri ferðalög „Það er aukning í öllum okkar málum. Það er gríðarlegur munur á milli ára, þetta eru sláandi tölur,“ segir Silvía Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjónn og deildarstjóri alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Hún segir nokkra samverkandi þætti líklega skýra fjölgun verkefna. „Með fjölgun ferðamanna og uppgangi alþjóðlegrar glæpastarfsemi þá er fjölgun á verkefnum. Skipulögð brotastarfsemi gerir það að verkum að verkefnunum fer fjölgandi þvert á málaflokka,“ segir Silvía. Í fyrra voru verkbeiðnir alþjóðadeildar 2328 talsins en til samanburðar voru málin 1090 árið 2019. Grafið hér að neðan sýnir hvernig verkbeiðnum hefur fjölgað um nokkur hundruð á ári síðustu ár. Tölurnar fóru aðeins niður á við á tímum heimsfaraldurs árið 2020. Fjöldi verkbeiðna alþjóðadeildar hefur aukist mikið en um er að ræða meira en tvöföldun á síðustu fimm árum.Ríkislögreglustjóri Deildin var stofnuð árið 2000 og fer með hlutverk SIRENE-skrifstofu vegna Schengen-samstarfsins og er jafnframt landsskrifstofa Íslands vegna Interpol og Europol-samstarfsins. Þá sinnir deildin margvíslegum alþjóðasamskiptum og bregst við fyrirspurnum, beiðnum og verkefnum allan sólarhringinn. „Ég held að fólk átti sig ekki á þessu, hversu mikið þetta er og hversu mikilvægum málefnum þessi skrifstofa er að sinna,“ segir Silvía. Samstarf um leit að hættulegum einstaklingum Mál sem tengjast alþjóðlegri brotastarfsemi með einum eða öðrum hætti eru fyrirferðarmikil hjá alþjóðadeildinni. Verkefnum tengdum handtökuskipunum frá Evrópu hefur einnig farið fjölgandi milli ára en 34 slíkar beiðnir bárust í fyrra samanborið við 16 árið 2023. „Við erum í samstarfi um leit að hættulegum einstaklingum. Það er evrópskt samstarf sem er með það að markmiði að finna og handtaka hættulega glæpamenn sem hafa flúið land. Það er mjög áhugavert verkefni sem við höfum unnið með í,“ segir Silvía. Nokkrar sveiflur eru á milli ára hvað varðar þessa tegund mála en tölur síðasta árs eru engu að síður vel yfir meðaltali síðustu fimm ára.Ríkislögreglustjóri Þetta verkefni hafi borið árangur. „Tvisvar á síðasta ári handtókum við aðila hérna í gegnum þetta samstarf,“ segir Silvía en samstarfið hefur einnig leitt til þess að tekist hefur að handtaka fleiri og staðsetja þá fyrr. Ekki má gleyma að auk verkefna sem tengjast handtöku- og framsalsbeiðnum fæst deildin einnig við endurheimt og haldlagningu á stolnum eignum og munum eða leit að verðmætum sem oft tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti. „Það er verið að flytja bíla á milli, ökutæki, skotvopn, skilríki, verðmæta muni og listmuni og málverk,“ nefnir Silvía sem dæmi. Fjórfalt fleiri týndir í útlöndum Hún nefnir einnig sem dæmi verkbeiðnir sem tengjast leit að týndum einstaklingum sem eru í vexti. Þannig var til að mynda fjórföldun í fjölda mála vegna týndra einstaklinga erlendis árið 2024 samanborið við árið á undan. Nýtt verklag var tekið upp í fyrra vegna týndra einstaklinga erlendis. Tölurnar ná einungis yfir mál sem hefjast á Íslandi en tölfræði síðasta árs sýnir fjórföldun á milli ára.Ríkislögreglustjóri Skráðar tölur ná hins vegar aðeins yfir slík mál sem hefjast hér á Íslandi, það er þegar aðstandendur tilkynna um týndan einstakling á lögreglustöð á Íslandi en nær ekki yfir einstaklinga sem hafa verið tilkynntir týndir á lögreglustöð í útlöndum. Deildin sinnti um tuttugu slíkum erindum í fyrra en grafið hér að ofan sýnir vel þróun síðustu fimm ára. Sumir týnast viljandi Deildin sinnir líka erindum sem koma að utan þar sem erlend yfirvöld eða ástvinir eru að leita að aðstandendum á Íslandi. „Þeim fer fjölgandi en það er voða mismunandi ár frá ári. Sum ár er mjög mikið að gera í þessu, leit að einstaklingum, en önnur ár er bara eitt og eitt. En þeim fer fjölgandi, það er alveg rétt,“ segir Silvía. „Svo fáum við náttúrlega fullt af upplýsingum um einstaklinga í viðkvæmri stöðu, sjálfsvígshótanir og mannslát og við þurfum náttúrlega að bregðast mjög fljótt við þessum upplýsingum. Það er líka aukning í þessu.“ Mál af þessum toga geta verið viðkvæm og vandmeðfarin. „Sumir eru týndir að eigin ósk. Þú mátt vera týndur og þó svo að fjölskylda leiti að einstaklingnum og við finnum hann þá megum við ekki láta vita hvar hann er. Fólk hefur val um að vera týnt, að láta sig hverfa,“ útskýrir Silvía. Allar deildir þurfi fleiri hendur Ljóst er að alþjóðadeildin situr ekki auðum höndum en þar starfa ríflega tíu manns sem takast á við verkefnin. En hvernig eruð þið í stakk búin til að anna auknum fjölda verkefna? „Við önnum okkar verkefnum en við getum alltaf gert betur og mættum í rauninni alveg vera fleiri,“ svarar Silvía. „Öll lögreglan í heild sinni þarf fleira fólk. Það er sama hvar þú kemur við, það þurfa allir meiri mannskap, allar deildir þurfa fleiri hendur.“ Einnig jákvæð merki Þótt verkefnin séu ærin og álagið fari vaxandi er það að vissu leyti ekki alfarið komið til af slæmu. Ísland nýtur einnig góðs af auknu og þéttara samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og fjölgun mála þar sem leitað er liðsinnis íslenskra lögregluyfirvalda bendir til þess að vaxandi traust ríki á milli samstarfslanda á vettvangi Interpol, Europol og Schengen. „Við höfum fengið aðstoð frá bæði Europol og Interpol sem hafa komið hingað og aðstoðað okkur í rannsóknum og við höfum einnig lagt til mannskap í þeirra rannsóknir, þetta er á báða vegu.“ Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Alþjóðadeildin fæst við fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars alþjóðlegri skipulagðri brotastarfsemi og samskiptum við erlend lögregluyfirvöld, til að mynda vegna leitar að týndu og eftirlýstu fólki. Meiri glæpir og fleiri ferðalög „Það er aukning í öllum okkar málum. Það er gríðarlegur munur á milli ára, þetta eru sláandi tölur,“ segir Silvía Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjónn og deildarstjóri alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Hún segir nokkra samverkandi þætti líklega skýra fjölgun verkefna. „Með fjölgun ferðamanna og uppgangi alþjóðlegrar glæpastarfsemi þá er fjölgun á verkefnum. Skipulögð brotastarfsemi gerir það að verkum að verkefnunum fer fjölgandi þvert á málaflokka,“ segir Silvía. Í fyrra voru verkbeiðnir alþjóðadeildar 2328 talsins en til samanburðar voru málin 1090 árið 2019. Grafið hér að neðan sýnir hvernig verkbeiðnum hefur fjölgað um nokkur hundruð á ári síðustu ár. Tölurnar fóru aðeins niður á við á tímum heimsfaraldurs árið 2020. Fjöldi verkbeiðna alþjóðadeildar hefur aukist mikið en um er að ræða meira en tvöföldun á síðustu fimm árum.Ríkislögreglustjóri Deildin var stofnuð árið 2000 og fer með hlutverk SIRENE-skrifstofu vegna Schengen-samstarfsins og er jafnframt landsskrifstofa Íslands vegna Interpol og Europol-samstarfsins. Þá sinnir deildin margvíslegum alþjóðasamskiptum og bregst við fyrirspurnum, beiðnum og verkefnum allan sólarhringinn. „Ég held að fólk átti sig ekki á þessu, hversu mikið þetta er og hversu mikilvægum málefnum þessi skrifstofa er að sinna,“ segir Silvía. Samstarf um leit að hættulegum einstaklingum Mál sem tengjast alþjóðlegri brotastarfsemi með einum eða öðrum hætti eru fyrirferðarmikil hjá alþjóðadeildinni. Verkefnum tengdum handtökuskipunum frá Evrópu hefur einnig farið fjölgandi milli ára en 34 slíkar beiðnir bárust í fyrra samanborið við 16 árið 2023. „Við erum í samstarfi um leit að hættulegum einstaklingum. Það er evrópskt samstarf sem er með það að markmiði að finna og handtaka hættulega glæpamenn sem hafa flúið land. Það er mjög áhugavert verkefni sem við höfum unnið með í,“ segir Silvía. Nokkrar sveiflur eru á milli ára hvað varðar þessa tegund mála en tölur síðasta árs eru engu að síður vel yfir meðaltali síðustu fimm ára.Ríkislögreglustjóri Þetta verkefni hafi borið árangur. „Tvisvar á síðasta ári handtókum við aðila hérna í gegnum þetta samstarf,“ segir Silvía en samstarfið hefur einnig leitt til þess að tekist hefur að handtaka fleiri og staðsetja þá fyrr. Ekki má gleyma að auk verkefna sem tengjast handtöku- og framsalsbeiðnum fæst deildin einnig við endurheimt og haldlagningu á stolnum eignum og munum eða leit að verðmætum sem oft tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti. „Það er verið að flytja bíla á milli, ökutæki, skotvopn, skilríki, verðmæta muni og listmuni og málverk,“ nefnir Silvía sem dæmi. Fjórfalt fleiri týndir í útlöndum Hún nefnir einnig sem dæmi verkbeiðnir sem tengjast leit að týndum einstaklingum sem eru í vexti. Þannig var til að mynda fjórföldun í fjölda mála vegna týndra einstaklinga erlendis árið 2024 samanborið við árið á undan. Nýtt verklag var tekið upp í fyrra vegna týndra einstaklinga erlendis. Tölurnar ná einungis yfir mál sem hefjast á Íslandi en tölfræði síðasta árs sýnir fjórföldun á milli ára.Ríkislögreglustjóri Skráðar tölur ná hins vegar aðeins yfir slík mál sem hefjast hér á Íslandi, það er þegar aðstandendur tilkynna um týndan einstakling á lögreglustöð á Íslandi en nær ekki yfir einstaklinga sem hafa verið tilkynntir týndir á lögreglustöð í útlöndum. Deildin sinnti um tuttugu slíkum erindum í fyrra en grafið hér að ofan sýnir vel þróun síðustu fimm ára. Sumir týnast viljandi Deildin sinnir líka erindum sem koma að utan þar sem erlend yfirvöld eða ástvinir eru að leita að aðstandendum á Íslandi. „Þeim fer fjölgandi en það er voða mismunandi ár frá ári. Sum ár er mjög mikið að gera í þessu, leit að einstaklingum, en önnur ár er bara eitt og eitt. En þeim fer fjölgandi, það er alveg rétt,“ segir Silvía. „Svo fáum við náttúrlega fullt af upplýsingum um einstaklinga í viðkvæmri stöðu, sjálfsvígshótanir og mannslát og við þurfum náttúrlega að bregðast mjög fljótt við þessum upplýsingum. Það er líka aukning í þessu.“ Mál af þessum toga geta verið viðkvæm og vandmeðfarin. „Sumir eru týndir að eigin ósk. Þú mátt vera týndur og þó svo að fjölskylda leiti að einstaklingnum og við finnum hann þá megum við ekki láta vita hvar hann er. Fólk hefur val um að vera týnt, að láta sig hverfa,“ útskýrir Silvía. Allar deildir þurfi fleiri hendur Ljóst er að alþjóðadeildin situr ekki auðum höndum en þar starfa ríflega tíu manns sem takast á við verkefnin. En hvernig eruð þið í stakk búin til að anna auknum fjölda verkefna? „Við önnum okkar verkefnum en við getum alltaf gert betur og mættum í rauninni alveg vera fleiri,“ svarar Silvía. „Öll lögreglan í heild sinni þarf fleira fólk. Það er sama hvar þú kemur við, það þurfa allir meiri mannskap, allar deildir þurfa fleiri hendur.“ Einnig jákvæð merki Þótt verkefnin séu ærin og álagið fari vaxandi er það að vissu leyti ekki alfarið komið til af slæmu. Ísland nýtur einnig góðs af auknu og þéttara samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og fjölgun mála þar sem leitað er liðsinnis íslenskra lögregluyfirvalda bendir til þess að vaxandi traust ríki á milli samstarfslanda á vettvangi Interpol, Europol og Schengen. „Við höfum fengið aðstoð frá bæði Europol og Interpol sem hafa komið hingað og aðstoðað okkur í rannsóknum og við höfum einnig lagt til mannskap í þeirra rannsóknir, þetta er á báða vegu.“
Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira