Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur hefur sterka rödd í CrossFit samfélaginu en hvort hún heyrist upp í fílabeinsturn CrossFit samtakanna er allt önnur saga. @anniethorisdottir Það hefur fjölgað í hópi þeirra CrossFit stjarna sem ætla ekki að taka þátt í komandi CrossFit tímabili til að mótmæla stöðu mála hvað varðar öryggi og aðstöðu keppenda á heimsleikunum. Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste
CrossFit Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira