Stórskemmdi grasflötina við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason og Kjartan Kjartansson skrifa 20. febrúar 2025 13:19 Rútan er pikkföst. Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?