Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 11:21 ÁTVR vill ekki selja Shaker en þarf að taka hann á reynslu. Vísir Landsréttur hefur ógilt ákvörðun ÁTVR um að neita að taka koffíndrykkinn Shaker til sölu á reynslu. Rétturinn taldi ÁTVR ekki stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Landsréttur kvað upp dóm í máli heildsölunnar Distu á hendur ÁTVR og sneri með honum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2023. Selja fjölda annarra koffíndrykkja Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. Löggjafinn vilji sporna við neyslu orkudrykkja Í dómi Landsréttar segir að ÁTVR hafi borið fyrir sig að í lögum um verslun með áfengi og tóbak sé að finna heimild til að hafna áfengi sem innihéldi koffein og önnur örvandi efni. Ákvæðið væri matskennt og hefði löggjafinn falið ÁTVR að skilgreina nánar þau sjónarmið og forsendur sem leggja skyldi til grundvallar við framkvæmd þess. Líta þyrfti til orðalags ákvæðisins og meðal annars til markmiða laganna, áfengislaga og stefnu stjórnvalda í áfengismálum. Heimildin væri byggð á sjónarmiðum um almannaheilbrigði og bæru athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum með sér skýran vilja löggjafans til að sporna gegn þróun þeirrar neysluvenju að blanda saman áfengi og koffíni, sem teldist sérlega skaðlegt samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Væru orkudrykkir tilteknir sérstaklega í því samhengi og teldi ÁTVR, með hliðsjón af nánar tilgreindri umfjöllun Matvælastofnunar og embættis landlæknis, vöru Distu hafa helstu einkenni slíkra drykkja. Þá sýndu tilteknar rannsóknir að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé með því mesta sem þekkist í Evrópu og bæri ÁTVR að hafa það til hliðsjónar, enda viðbúið að ungmenni viðhafi sambærilega neysluhegðun þegar áfengiskaupaaldri verði náð. Hafi þurft að meta drykkinn Í dóminum segir að ÁTVR hafi rökstutt ákvörðun sína á sínum tíma með bréfi til Distu. „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ hafi sagt í bréfinu, frá 2021. ÁTVR væri óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hefði falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ sagði jafnframt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Hafði ekki óheft ákvörðunarvald Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því Ekki orkudrykkur og óforsvaranlegt að halda því fram Þá segir í dóminum ekki væri talið að ályktun ÁTVR um að Shaker hefði helstu einkenni orkudrykkja fengi viðhlítandi stoð í þeim gögnum sem vísað hefði verið til í ákvörðuninni. Hefði mat ÁTVR að þessu leyti verið óforsvaranlegt, þó svo að það hefði út af fyrir sig verið málefnalegt að líta til þess hvort um áfengisblandaðan orkudrykk væri að ræða. Loks gæti fyrirkomulag flokkunar á vörusafni ÁTVR og önnur almenn sjónarmið sem vísað væri til ekki stutt ákvörðunina með viðhlítandi hætti. Var því talið að ákvörðun ÁTVR væri háð verulegum annmörkum að efni til og var hún þegar af þeirri ástæðu felld úr gildi. Áfengi Drykkir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í máli heildsölunnar Distu á hendur ÁTVR og sneri með honum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2023. Selja fjölda annarra koffíndrykkja Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. Löggjafinn vilji sporna við neyslu orkudrykkja Í dómi Landsréttar segir að ÁTVR hafi borið fyrir sig að í lögum um verslun með áfengi og tóbak sé að finna heimild til að hafna áfengi sem innihéldi koffein og önnur örvandi efni. Ákvæðið væri matskennt og hefði löggjafinn falið ÁTVR að skilgreina nánar þau sjónarmið og forsendur sem leggja skyldi til grundvallar við framkvæmd þess. Líta þyrfti til orðalags ákvæðisins og meðal annars til markmiða laganna, áfengislaga og stefnu stjórnvalda í áfengismálum. Heimildin væri byggð á sjónarmiðum um almannaheilbrigði og bæru athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum með sér skýran vilja löggjafans til að sporna gegn þróun þeirrar neysluvenju að blanda saman áfengi og koffíni, sem teldist sérlega skaðlegt samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Væru orkudrykkir tilteknir sérstaklega í því samhengi og teldi ÁTVR, með hliðsjón af nánar tilgreindri umfjöllun Matvælastofnunar og embættis landlæknis, vöru Distu hafa helstu einkenni slíkra drykkja. Þá sýndu tilteknar rannsóknir að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé með því mesta sem þekkist í Evrópu og bæri ÁTVR að hafa það til hliðsjónar, enda viðbúið að ungmenni viðhafi sambærilega neysluhegðun þegar áfengiskaupaaldri verði náð. Hafi þurft að meta drykkinn Í dóminum segir að ÁTVR hafi rökstutt ákvörðun sína á sínum tíma með bréfi til Distu. „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ hafi sagt í bréfinu, frá 2021. ÁTVR væri óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hefði falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ sagði jafnframt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Hafði ekki óheft ákvörðunarvald Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því Ekki orkudrykkur og óforsvaranlegt að halda því fram Þá segir í dóminum ekki væri talið að ályktun ÁTVR um að Shaker hefði helstu einkenni orkudrykkja fengi viðhlítandi stoð í þeim gögnum sem vísað hefði verið til í ákvörðuninni. Hefði mat ÁTVR að þessu leyti verið óforsvaranlegt, þó svo að það hefði út af fyrir sig verið málefnalegt að líta til þess hvort um áfengisblandaðan orkudrykk væri að ræða. Loks gæti fyrirkomulag flokkunar á vörusafni ÁTVR og önnur almenn sjónarmið sem vísað væri til ekki stutt ákvörðunina með viðhlítandi hætti. Var því talið að ákvörðun ÁTVR væri háð verulegum annmörkum að efni til og var hún þegar af þeirri ástæðu felld úr gildi.
Áfengi Drykkir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira