Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2025 10:27 Bjartmar og Héðinn eftir vel heppnaðan björgunarleiðangur, að þessu sinni undir yfirborði sjávar. aðsend Bjartmar Leósson hjólahvíslari með meiru er enn að bjarga stolnum hjólum og hann lætur ekkert koma í veg fyrir að endurheimta þau. Nú kom Héðinn Þorkelsson kafari að málum með allan sinn búnað. „Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“ Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
„Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“
Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira