Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 08:08 Ef marka má Pútín eru viðræður um frið í Úkraínu aðeins skammt á veg komnar. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira