Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar 26. febrúar 2025 12:32 Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun