Norskir komast í Víking gylltan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2025 07:03 Hlynur vörumerkjastjóri brosir út að eyrum. Fróðlegt verður að sjá hvernig Norðmenn taka á móti íslenska bjórnum. Íslenskur andi mun svífa yfir vötnum vínbúðanna í Noregi frá og með 6. mars þegar Víking gylltur verður fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet þar í landi. Bjórinn hafnaði í fyrsta sæti í útboði vínboðanna ytra á dögunum. „Þetta er gríðarlegur heiður fyrir okkur,“ segir Hlynur Björnsson vörumerkjastjóri Víking í tilkynningu til fréttastofu. Hann segir útboðið hjá Vinmonopolet afar krefjandi en þar sé fjöldinn allur af bjórum metinn eftir ströngum gæða- og bragðgreiningum. Víking Gylltur fékk hæstu einkunn í bragði og gæðum í baráttu við bjór frá öðrum Norðurlöndum og landaði fyrsta sætinu. Um er að ræða blindsmökkun sérfræðinga og hæstu einkunn þurfi til að tryggja sér pláss í vínbúðinni. „Það er alltaf gaman að vinna og Víking Gylltur er svo sannarlega vel að þessu kominn. Við leggjum mikið upp úr gæðum og Víking Gylltur er þekktur fyrir sín gæði og hefur um langa tíð áunnið sér hjörtu íslensku þjóðarinnar,“ segir Hlynur. Um sé að ræða tímamót enda sé aðeins hægt að fá tvær tegundir af Einstök og svo Giljagaur frá Borg í gegnum sérpantanir eða sérval vínbúðarinnar norsku. Víking brugghús er með bjórdreifingu í Danmörku og Svíþjóð en sigurinn í keppninni í Noregi marki eitt stærsta skref brugghússins hingað til á Norðurlandamarkað. Áfengi Noregur Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlegur heiður fyrir okkur,“ segir Hlynur Björnsson vörumerkjastjóri Víking í tilkynningu til fréttastofu. Hann segir útboðið hjá Vinmonopolet afar krefjandi en þar sé fjöldinn allur af bjórum metinn eftir ströngum gæða- og bragðgreiningum. Víking Gylltur fékk hæstu einkunn í bragði og gæðum í baráttu við bjór frá öðrum Norðurlöndum og landaði fyrsta sætinu. Um er að ræða blindsmökkun sérfræðinga og hæstu einkunn þurfi til að tryggja sér pláss í vínbúðinni. „Það er alltaf gaman að vinna og Víking Gylltur er svo sannarlega vel að þessu kominn. Við leggjum mikið upp úr gæðum og Víking Gylltur er þekktur fyrir sín gæði og hefur um langa tíð áunnið sér hjörtu íslensku þjóðarinnar,“ segir Hlynur. Um sé að ræða tímamót enda sé aðeins hægt að fá tvær tegundir af Einstök og svo Giljagaur frá Borg í gegnum sérpantanir eða sérval vínbúðarinnar norsku. Víking brugghús er með bjórdreifingu í Danmörku og Svíþjóð en sigurinn í keppninni í Noregi marki eitt stærsta skref brugghússins hingað til á Norðurlandamarkað.
Áfengi Noregur Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira