„Litla höggið í sjálfstraustið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2025 14:02 Steinunn Björnsdóttir segir Framkonur klárar í slaginn. Tíminn sé til kominn að vinna Val, á ný. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. „Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi. Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
„Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi.
Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira