Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekar stuðning Íslands við Úkraínu eftir erfiðan fund Úkraínuforseta í Washington. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann. Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann.
Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira