Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 20:39 Sendiherra Danmerkur ofbauð orðræða öldungadeildarþingmannsins. Vísir/Samsett Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann. Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann.
Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31