Angie Stone lést í bílslysi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2025 10:51 Stone hlaut þrjár Grammy tilnefningar á ferlinum. AP Bandaríska R&B söngkonan Angie Stone og meðlimur hip-hop þríeykisins The Sequence, er látin. Hún varð 63 ára. Walter Millsap III, umboðsmaður Stone til margra ára, segir við AP að hún hafi látist í bílslysi snemma á laugardagsmorgun. Hún hafi verið á ferð frá borginni Atlanta í Georgíuríki til Alabamaríkis þegar bíllinn sem hún var í valt. Í framhaldinu hafi stórum flutningabíl verið ekið á bílinn. Stone var úrskurðuð látin á vettvangi, en aðrir farþegar lifðu slysið af. Átta voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegaeftirliti Alabamaríkis. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Alabama. Stone stofnaði þríeykið The Sequence árið 1979. Lögin Funk You Up, Simon Says og Monster Jam, úr smiðju hljómsveitarinnar nutu vinsælda á síðari hluta síðustu aldar. Stone átti að auki farsælan sólóferil en þar má nefna lög hennar Wish I didn´t Miss You og No More Rain. Hún hlaut þrjár Grammy tilnefningar yfir ferilinn, þar á meðal fyrir besta R&B flutning árið 2005. Tónlist Bandaríkin Andlát Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Walter Millsap III, umboðsmaður Stone til margra ára, segir við AP að hún hafi látist í bílslysi snemma á laugardagsmorgun. Hún hafi verið á ferð frá borginni Atlanta í Georgíuríki til Alabamaríkis þegar bíllinn sem hún var í valt. Í framhaldinu hafi stórum flutningabíl verið ekið á bílinn. Stone var úrskurðuð látin á vettvangi, en aðrir farþegar lifðu slysið af. Átta voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegaeftirliti Alabamaríkis. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Alabama. Stone stofnaði þríeykið The Sequence árið 1979. Lögin Funk You Up, Simon Says og Monster Jam, úr smiðju hljómsveitarinnar nutu vinsælda á síðari hluta síðustu aldar. Stone átti að auki farsælan sólóferil en þar má nefna lög hennar Wish I didn´t Miss You og No More Rain. Hún hlaut þrjár Grammy tilnefningar yfir ferilinn, þar á meðal fyrir besta R&B flutning árið 2005.
Tónlist Bandaríkin Andlát Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira