Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 08:18 Spaug í garð Donald Trump hefur kostað Goff starfið. Getty/Belinda Jiao Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti. Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti.
Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira