Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson skrifa 6. mars 2025 14:33 Fráfarandi fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs geta ekki orða bundist og lýsa yfir undrun og óánægju með þá ákvörðun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja niður íbúaráðin í borginni. Það sérkennilega í stöðunni er að sú ákvörðun var tilkynnt degi áður en nýr meirihluti tók formlega við völdum. Flestir fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs heyrðu fyrst af þessari ákvörðun í fjölmiðlum, sem sýnir hvað vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og illa ígrunduð. Íbúaráðin hafa verið samráðsvettvangur, hluti af auknu íbúalýðræði og mikilvægur tengiliður milli borgarstjórnar og embættismanna borgarinnar. Í íbúaráði Grafarvogs eiga sæti sex fulltrúar; fulltrúi frá íbúasamtökum Grafarvogs, fulltrúi foreldra í grunnskólum í hverfinu og einn almennur íbúi í hverfinu. Þar fyrir utan sitja í ráðinu þrír fulltrúar frá stjórnmálaflokkum í borginni, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Jafnfram var ráðið í sambandi við eða fékk á sinn fund fulltrúa úr svo kölluðum bakhóp hverfisins t.d. frá íþróttafélaginu, félagi eldriborgara, samfélagslögreglunni, frá grunn- og leikskólum, félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum o.fl. Með þessari skipan er reynt að ná til sem flestra og ólíkar raddir og sjónarmið nái að heyrast. En með því að leggja íbúaráð niður er búið að slíta á þessi formlegu og óformlegu tengst og ákveðin óvissa skapast því enginn veit hvað tekur við eða hvenær nýtt fyrirkomulag verður kynnt til sögunnar. Fjölmörg hverfismálefni hafa komið til kasta íbúaráðs Grafarvogs og hlotið vandaða umfjöllun. Ráðið hefur sent frá sér umsagnir um margvísleg málefni og samþykkt margar tillögur um það sem betur má fara í hverfinu t.d. um skort á almenningssamgöngum í byggðinni í Gufunesi, betrumbætur á gatnamótum við Gufunes og um öryggismál í Bryggjuhverfinu. Mörgum tillögum og umsögnum ráðsins hefur verið vel tekið en aðrar ekki náð fram að ganga. En vonandi hefur þessi vinna ráðsins aukið skilning á málefnum Grafarvogs. Íbúaráð Grafarvogs hefur ekki hikað við að gagnrýna borgaryfirvöld þegar við hefur átt en jafnframt hrósað mörgu, sem vel hefur verið gert. Á síðasta ári stóð ráðið fyrir því að unnin var vönduð úttekt á umferðaröryggismálum í Grafarvogi, þar sem margar ábendingar og athugasemdir komu fram um þann mikilvæga málaflokk. Síðan hefur formaður ráðsins átt sæti í samráðshóp um lagningu Sundabrautar og fylgt þar eftir umsögn ráðsins um framkvæmdina. Sama má segja um nauðsynlega aðkomu að hugmyndum um uppbyggingu á Keldnalandi og aðild að umsögnum um lagningu Borgarlínu og almenningssamgöngur. Allt eru þetta verkefni sem skipta Grafarvogsbúa miklu máli. Formaður og aðrir ráðsmenn hafa auk þess fengið mörg og ólík erindi beint frá íbúum og reynt að koma þeim á réttan stað til úrlausnar. Því teljum við í íbúaráði það veruleg mistök að leggja íbúaráð niður, leggja þau niður án alls samráðs eða samtals. Auðvitað er alveg eðlilegt að endurskoða markmið og vinnufyrirkomulag íbúaráða, en sú endurskoðun hefði átt að fara fram með aðkomu fulltrúa úr íbúaráðum og sú vinna hefði átt að vinnast jafnhliða því að íbúaráðin hefðu haldið áfram sínum störfum. En með þeim vinnubrögðum sem núverandi meirihluti í borginni viðhafði var skorið á nauðsynlega tengingu á milli stjórnsýslunnar og íbúa. Því miður má gera má ráð fyrir því að ekkert sambærilegt fyrirkomulag verði komið í gagnið á þeim tíma sem eftir lifir af þessu kjörtímabili. Það skýtur skökku við að í núverandi meirihluta eru flokkar sem hafa á liðunum árum talað mikið um aukið íbúalýðræði og að stytta boðleiðir. Að bera á borð sparnað og nefna laun ráðsmanna því til stuðnings er hálf hjákátlegt og gleymum því ekki að lýðræði kostar. Láta það svo vera sitt fyrsta verk að leggja niður íbúaráðin, leggja þau niður án þess svo mikið sem að ræða það við formenn eða aðra meðlimi ráðanna. Það er grundvallaratriði í stjórnsýslu að allar tillögur um stjórnkerfisbreytingar hljóti vandaða málsmeðferð. Í því felst m.a. að slíkar tillögur séu kynntar með nægilegum fyrirvara til að ráðrúm gefist til að skoða þær og rýna hugsanleg áhrif þeirra á viðkomandi málaflokka, sem og stjórnkerfið í heild. Einnig er kveðið á um ríka samráðsskyldu gagnvart þeim, sem fyrirhugaðar breytingar kunna að varða áður en endanleg ákvörðun er tekin. Nýr meirihluti fór ekki eftir slíkum grundvallarreglum í stjórnsýslu í þeirri vegferð sinni að leggja niður öll íbúaráð Reykjavíkurborgar. Breytingarnar voru kynntar með sólarhringsfyrirvara og knúnar í gegn á borgarstjórnarfundi og án þess að íbúaráðin fengju nokkurt tækifæri til athugasemda. Breytingarnar voru lítt og illa rökstuddar og ekkert hefur komið fram um hvað eigi að koma í stað íbúaráðanna. Fullkominn óvissa ríkir um það hvað verður um þau verkefni, sem voru á borði íbúaráðs Grafarvogs, þegar það var lagt niður. Íbúaráð Grafarvogs harmar svona vinnubrögð og óska eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð sem allra fyrst svo ekki myndist rof á milli borgarinnar og íbúa. Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fráfarandi fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs geta ekki orða bundist og lýsa yfir undrun og óánægju með þá ákvörðun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja niður íbúaráðin í borginni. Það sérkennilega í stöðunni er að sú ákvörðun var tilkynnt degi áður en nýr meirihluti tók formlega við völdum. Flestir fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs heyrðu fyrst af þessari ákvörðun í fjölmiðlum, sem sýnir hvað vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og illa ígrunduð. Íbúaráðin hafa verið samráðsvettvangur, hluti af auknu íbúalýðræði og mikilvægur tengiliður milli borgarstjórnar og embættismanna borgarinnar. Í íbúaráði Grafarvogs eiga sæti sex fulltrúar; fulltrúi frá íbúasamtökum Grafarvogs, fulltrúi foreldra í grunnskólum í hverfinu og einn almennur íbúi í hverfinu. Þar fyrir utan sitja í ráðinu þrír fulltrúar frá stjórnmálaflokkum í borginni, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Jafnfram var ráðið í sambandi við eða fékk á sinn fund fulltrúa úr svo kölluðum bakhóp hverfisins t.d. frá íþróttafélaginu, félagi eldriborgara, samfélagslögreglunni, frá grunn- og leikskólum, félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum o.fl. Með þessari skipan er reynt að ná til sem flestra og ólíkar raddir og sjónarmið nái að heyrast. En með því að leggja íbúaráð niður er búið að slíta á þessi formlegu og óformlegu tengst og ákveðin óvissa skapast því enginn veit hvað tekur við eða hvenær nýtt fyrirkomulag verður kynnt til sögunnar. Fjölmörg hverfismálefni hafa komið til kasta íbúaráðs Grafarvogs og hlotið vandaða umfjöllun. Ráðið hefur sent frá sér umsagnir um margvísleg málefni og samþykkt margar tillögur um það sem betur má fara í hverfinu t.d. um skort á almenningssamgöngum í byggðinni í Gufunesi, betrumbætur á gatnamótum við Gufunes og um öryggismál í Bryggjuhverfinu. Mörgum tillögum og umsögnum ráðsins hefur verið vel tekið en aðrar ekki náð fram að ganga. En vonandi hefur þessi vinna ráðsins aukið skilning á málefnum Grafarvogs. Íbúaráð Grafarvogs hefur ekki hikað við að gagnrýna borgaryfirvöld þegar við hefur átt en jafnframt hrósað mörgu, sem vel hefur verið gert. Á síðasta ári stóð ráðið fyrir því að unnin var vönduð úttekt á umferðaröryggismálum í Grafarvogi, þar sem margar ábendingar og athugasemdir komu fram um þann mikilvæga málaflokk. Síðan hefur formaður ráðsins átt sæti í samráðshóp um lagningu Sundabrautar og fylgt þar eftir umsögn ráðsins um framkvæmdina. Sama má segja um nauðsynlega aðkomu að hugmyndum um uppbyggingu á Keldnalandi og aðild að umsögnum um lagningu Borgarlínu og almenningssamgöngur. Allt eru þetta verkefni sem skipta Grafarvogsbúa miklu máli. Formaður og aðrir ráðsmenn hafa auk þess fengið mörg og ólík erindi beint frá íbúum og reynt að koma þeim á réttan stað til úrlausnar. Því teljum við í íbúaráði það veruleg mistök að leggja íbúaráð niður, leggja þau niður án alls samráðs eða samtals. Auðvitað er alveg eðlilegt að endurskoða markmið og vinnufyrirkomulag íbúaráða, en sú endurskoðun hefði átt að fara fram með aðkomu fulltrúa úr íbúaráðum og sú vinna hefði átt að vinnast jafnhliða því að íbúaráðin hefðu haldið áfram sínum störfum. En með þeim vinnubrögðum sem núverandi meirihluti í borginni viðhafði var skorið á nauðsynlega tengingu á milli stjórnsýslunnar og íbúa. Því miður má gera má ráð fyrir því að ekkert sambærilegt fyrirkomulag verði komið í gagnið á þeim tíma sem eftir lifir af þessu kjörtímabili. Það skýtur skökku við að í núverandi meirihluta eru flokkar sem hafa á liðunum árum talað mikið um aukið íbúalýðræði og að stytta boðleiðir. Að bera á borð sparnað og nefna laun ráðsmanna því til stuðnings er hálf hjákátlegt og gleymum því ekki að lýðræði kostar. Láta það svo vera sitt fyrsta verk að leggja niður íbúaráðin, leggja þau niður án þess svo mikið sem að ræða það við formenn eða aðra meðlimi ráðanna. Það er grundvallaratriði í stjórnsýslu að allar tillögur um stjórnkerfisbreytingar hljóti vandaða málsmeðferð. Í því felst m.a. að slíkar tillögur séu kynntar með nægilegum fyrirvara til að ráðrúm gefist til að skoða þær og rýna hugsanleg áhrif þeirra á viðkomandi málaflokka, sem og stjórnkerfið í heild. Einnig er kveðið á um ríka samráðsskyldu gagnvart þeim, sem fyrirhugaðar breytingar kunna að varða áður en endanleg ákvörðun er tekin. Nýr meirihluti fór ekki eftir slíkum grundvallarreglum í stjórnsýslu í þeirri vegferð sinni að leggja niður öll íbúaráð Reykjavíkurborgar. Breytingarnar voru kynntar með sólarhringsfyrirvara og knúnar í gegn á borgarstjórnarfundi og án þess að íbúaráðin fengju nokkurt tækifæri til athugasemda. Breytingarnar voru lítt og illa rökstuddar og ekkert hefur komið fram um hvað eigi að koma í stað íbúaráðanna. Fullkominn óvissa ríkir um það hvað verður um þau verkefni, sem voru á borði íbúaráðs Grafarvogs, þegar það var lagt niður. Íbúaráð Grafarvogs harmar svona vinnubrögð og óska eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð sem allra fyrst svo ekki myndist rof á milli borgarinnar og íbúa. Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun