Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 19:26 Gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar. Vísir/RAX Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru gatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og svo gatnamótin við Miklubraut og Grensásveg. Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að hægt sé að bæta umferðaröryggi með því að bæta ljósastýringu við Grensásveg. Skráð tjón hjá Sjóvá í umferðinni á síðasta ári voru 336 talsins á Miklubraut. Stærstur hluti þeirra átti sér stað við þessi tvö gatnamót. Tjónið skiptist í 69 kaskótjón og 267 ábyrgðartjón. Miðað gögn Sjóvá eru gatnamótin við Miklabraut og Grensásveg hættulegust með tilliti til slysa og óhappa en gatnamótin við Miklabraut og Kringlumýrarbraut hættulegust með tilliti til slysa. Við gatnamótin við Kringlumýrarbraut ekur fólk inn að Kringlunni og út í nágrannasveitarfélög Reykjavíkur. Við gatnamótin við Grensásveg ekur fólk svo annað hvort inn í Smáíbúðahverfi og í átt að Fossvogi eða inn í Skeifuna. Miklarbraut er þjóðvegur í þéttbýli og er á ábyrgð Vegagerðar. Miklabraut tekur við af Hringbraut við Hlíðarnar og verður svo að Nesbraut/Vesturlandsvegi við gatnamót við Sæbraut. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir mikla umferð um Miklubrautina, hún sé einskonar lífæð borgarinnar, og það geti auðvitað skýrt fjölda tjóna og slysa við gatnamótin. Mikill kostnaður við tjón og slys „Þetta eru umferðarþung gatnamót en þau eru líka ljósastýrð sem þýðir að það er kannski meiri hraði en ef þetta væri hringtorg eða eitthvað þannig,“ segir Hrefna og það geti til dæmis skýrt fjölda tjóna, óhappa og slysa. Hrefna segir alltaf mikinn kostnað við að lenda í óhappi. Það kosti mikið að laga bíla og meira yfirleitt en kannski fólk gerir sér grein fyrir. „Svo er kostnaður af meiðslum langvinnur og erfitt að meta hann fyrr en miklu seinna. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli, að koma í veg fyrir slys af fólki.“ Við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er ljósastýring í allar áttir. Lögregla segist finna mun á umferð eftir að því var breytt.Vísir/RAX Kostnaðurinn hjá Sjóvá vegna tjóna á þessum gatnamótum er verulegur. Um 65 prósent tjónanna er vegna aftanákeyrslna og Hrefna segir það oft vegna þess að fólk er ekki með hugann við aksturinn. Það sé freistandi í hægri umferð að fikta í símanum en það sé ólöglegt og mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn. Þá segir hún um tíu prósent tjóna vegna þess að fólk er að skipta um akrein. Miklabrautin verði að jarðgöngum Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir fjölda tjóna og slysa líklega tengjast mikilli umferð á þessum gatnamótum. Það sé ljósastýring á þeim og vinstri beygjur varðar eins og Vegagerðin vilji hafa það þannig á stórum og þungum gatnamótum. Það sé á verkefnalista Vegagerðarinnar að laga gönguleiðir við þessi gatnamót. Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni segir stóra planið að setja Miklubraut í jarðgöng og þá róist umferðin. Vísir/Sigurjón Hún segir gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar einnig til skoðunar og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og hinn endann í framhaldinu. Bryndís bendir á að samkvæmt samgöngusáttmálanum sé svo gert ráð fyrir að Miklabrautin verði að jarðgöngum frá Grensásvegi og að Landspítala. Þannig færist stór hluti þessarar umferðar neðanjarðar. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er þó ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við jarðgöngin hefjist fyrr en 2033 og taki í það minnsta fimm ár. „Þá minnkar umferðin þarna í gegn töluvert af því að hluti fer neðanjarðar. Þá verður gatnakerfið rólegra og viðráðanlegra ofan jarðar, fyrir akandi, gangandi og hjólandi,“ segir Bryndís og að umhverfið ofan á verði lagað með tilliti til þess. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Vegagerð Tengdar fréttir Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Skráð tjón hjá Sjóvá í umferðinni á síðasta ári voru 336 talsins á Miklubraut. Stærstur hluti þeirra átti sér stað við þessi tvö gatnamót. Tjónið skiptist í 69 kaskótjón og 267 ábyrgðartjón. Miðað gögn Sjóvá eru gatnamótin við Miklabraut og Grensásveg hættulegust með tilliti til slysa og óhappa en gatnamótin við Miklabraut og Kringlumýrarbraut hættulegust með tilliti til slysa. Við gatnamótin við Kringlumýrarbraut ekur fólk inn að Kringlunni og út í nágrannasveitarfélög Reykjavíkur. Við gatnamótin við Grensásveg ekur fólk svo annað hvort inn í Smáíbúðahverfi og í átt að Fossvogi eða inn í Skeifuna. Miklarbraut er þjóðvegur í þéttbýli og er á ábyrgð Vegagerðar. Miklabraut tekur við af Hringbraut við Hlíðarnar og verður svo að Nesbraut/Vesturlandsvegi við gatnamót við Sæbraut. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir mikla umferð um Miklubrautina, hún sé einskonar lífæð borgarinnar, og það geti auðvitað skýrt fjölda tjóna og slysa við gatnamótin. Mikill kostnaður við tjón og slys „Þetta eru umferðarþung gatnamót en þau eru líka ljósastýrð sem þýðir að það er kannski meiri hraði en ef þetta væri hringtorg eða eitthvað þannig,“ segir Hrefna og það geti til dæmis skýrt fjölda tjóna, óhappa og slysa. Hrefna segir alltaf mikinn kostnað við að lenda í óhappi. Það kosti mikið að laga bíla og meira yfirleitt en kannski fólk gerir sér grein fyrir. „Svo er kostnaður af meiðslum langvinnur og erfitt að meta hann fyrr en miklu seinna. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli, að koma í veg fyrir slys af fólki.“ Við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er ljósastýring í allar áttir. Lögregla segist finna mun á umferð eftir að því var breytt.Vísir/RAX Kostnaðurinn hjá Sjóvá vegna tjóna á þessum gatnamótum er verulegur. Um 65 prósent tjónanna er vegna aftanákeyrslna og Hrefna segir það oft vegna þess að fólk er ekki með hugann við aksturinn. Það sé freistandi í hægri umferð að fikta í símanum en það sé ólöglegt og mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn. Þá segir hún um tíu prósent tjóna vegna þess að fólk er að skipta um akrein. Miklabrautin verði að jarðgöngum Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir fjölda tjóna og slysa líklega tengjast mikilli umferð á þessum gatnamótum. Það sé ljósastýring á þeim og vinstri beygjur varðar eins og Vegagerðin vilji hafa það þannig á stórum og þungum gatnamótum. Það sé á verkefnalista Vegagerðarinnar að laga gönguleiðir við þessi gatnamót. Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni segir stóra planið að setja Miklubraut í jarðgöng og þá róist umferðin. Vísir/Sigurjón Hún segir gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar einnig til skoðunar og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og hinn endann í framhaldinu. Bryndís bendir á að samkvæmt samgöngusáttmálanum sé svo gert ráð fyrir að Miklabrautin verði að jarðgöngum frá Grensásvegi og að Landspítala. Þannig færist stór hluti þessarar umferðar neðanjarðar. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er þó ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við jarðgöngin hefjist fyrr en 2033 og taki í það minnsta fimm ár. „Þá minnkar umferðin þarna í gegn töluvert af því að hluti fer neðanjarðar. Þá verður gatnakerfið rólegra og viðráðanlegra ofan jarðar, fyrir akandi, gangandi og hjólandi,“ segir Bryndís og að umhverfið ofan á verði lagað með tilliti til þess.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Vegagerð Tengdar fréttir Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55