Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. mars 2025 20:24 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil óvissa ríkir á alþjóðasviðinu eftir aðgerðir Bandaríkjaforseta í tollamálum. Komi til tollastríðs milli ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er versta sviðsmynd Íslendinga að „klemmast einhvern veginn á milli“ að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“ Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“
Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira