Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 14:26 730 tré voru felld í Öskjuhlíðinni í fyrsta áfanga. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31