Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 07:47 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ebrahim Rasool, sendiherra Suður-Afríku í Bandaríkjunum. NTB Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi. Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi.
Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira