Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar 17. mars 2025 15:02 Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar