Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2025 13:39 Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra á árunum 2021-24. vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. Willum hefur verið orðaður við forsetaframboð hjá ÍSÍ að undanförnu og í dag greindi hann frá því að hann myndi taka slaginn. „Ég hef alist upp við íþróttir og kynnst íþróttum frá mörgum hliðum, í seinni tíð sem foreldri og á vettvangi stjórnvalda og er meðvitaðri um gildi íþrótta og samfélagslegt mikilvægi,“ skrifar Willum á Facebook. „Ég hef eftir allmikla ígrundun, fjölmargar áskoranir og góða hvatningu, sem mér þykir afar vænt um, ákveðið að bjóða mig fram til forseta ÍSÍ. Bjóða þannig fram krafta mína til starfa fyrir íþróttahreyfinguna með öllu því góða fólki, sem vinnur að framgangi og vegsauka íþrótta, forvarna og lýðheilsu, um allt land alla daga.“ Lárus Blöndal hefur verið forseti ÍSÍ síðan 2013 en sækist ekki eftir endurkjöri. Næsta ársþing ÍSÍ fer fram 16.-17. maí næstkomandi. Langur ferill í íþróttum Willum, sem er 61 árs, er með sterk tengsl við íþróttahreyfinguna. Hann spilaði sjálfur fótbolta og handbolta og sneri sér svo að þjálfun með góðum árangri. Hann þjálfaði karlalið Þróttar, KR, Vals, Keflavíkur og Leiknis R. auk þess sem hann stýrði íslenska landsliðinu í futsal. Willum gerði KR að Íslandsmeisturum 2002 og 2003 og Val að Íslandsmeisturum 2007 og bikarmeisturum 2005. ÍSÍ Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
Willum hefur verið orðaður við forsetaframboð hjá ÍSÍ að undanförnu og í dag greindi hann frá því að hann myndi taka slaginn. „Ég hef alist upp við íþróttir og kynnst íþróttum frá mörgum hliðum, í seinni tíð sem foreldri og á vettvangi stjórnvalda og er meðvitaðri um gildi íþrótta og samfélagslegt mikilvægi,“ skrifar Willum á Facebook. „Ég hef eftir allmikla ígrundun, fjölmargar áskoranir og góða hvatningu, sem mér þykir afar vænt um, ákveðið að bjóða mig fram til forseta ÍSÍ. Bjóða þannig fram krafta mína til starfa fyrir íþróttahreyfinguna með öllu því góða fólki, sem vinnur að framgangi og vegsauka íþrótta, forvarna og lýðheilsu, um allt land alla daga.“ Lárus Blöndal hefur verið forseti ÍSÍ síðan 2013 en sækist ekki eftir endurkjöri. Næsta ársþing ÍSÍ fer fram 16.-17. maí næstkomandi. Langur ferill í íþróttum Willum, sem er 61 árs, er með sterk tengsl við íþróttahreyfinguna. Hann spilaði sjálfur fótbolta og handbolta og sneri sér svo að þjálfun með góðum árangri. Hann þjálfaði karlalið Þróttar, KR, Vals, Keflavíkur og Leiknis R. auk þess sem hann stýrði íslenska landsliðinu í futsal. Willum gerði KR að Íslandsmeisturum 2002 og 2003 og Val að Íslandsmeisturum 2007 og bikarmeisturum 2005.
ÍSÍ Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira