Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2025 23:29 Landamæraeftirlitið á flugvöllum í Bandaríkjunum er ekkert grín. Franskur vísindamaður fékk að kynnast því. Getty Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston. Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston.
Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“