Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 09:47 Finnbjörn, forseti ASÍ, Heiða Björg, borgarstjóri og Sonja, formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsinguna. Hulda Gunnarsdóttir Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin. Starfshópurinn á einnig að rýna í árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með þessari viljayfirlýsingu vilji verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í húsnæðismálum. Heiða Björg borgarstjóri boðaði til fundarins. Hulda Gunnarsdóttir Auk borgarstjóra og fulltrúa verkalýðshreyfinganna tveggja undirrituðu fulltrúar meirihlutans einnig undir yfirlýsinguna, þær Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki. Verkalýðsfélögin og Reykjavíkurborg hafa síðustu ár unnið saman með stofnun íbúðafélaganna Bjargs og Blæs en borgin úthlutaði stofnframlögum í formi fjölmargra lóða til uppbyggingar almennra íbúða í eigu þessara félaga. Í tilkynningu segir að síðan þá hafi á annað þúsund íbúða verið úthlutað til efnaminni fjölskyldna á vinnumarkaði. Eftirspurnin eftir íbúðum hjá íbúðafélögunum sé enn mikil og biðlistar hjá báðum félögum. Fjölmennur fundur fer nú fram í ráðhúsuinu um húsnæðisuppbyggingu. Hulda Gunnarsdóttir Skilar tillögum í maí Komið verður á fót starfshópi, sem verður skipaður tveimur fulltrúum frá hverjum þessara aðila, sem er ætlað að setja fram hugmyndir að verkefnum sem geta skapað sóknarfæri í núverandi ástandi. Helstu verkefni starfshópsins eru: • Kanna hvort hægt er að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal (M22) með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða. • Kortlagning mögulega áframhaldandi uppbyggingu íbúðahúsnæðis til næstu 10-15 ára, sem meðal annars byggist á þeim sóknarfærum sem skapast á grunni uppfærðs samgöngusáttmála. • Rýna árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Starfshópurinn hefur samkvæmt tilkynningu störf strax og er stefnt að því að hann skili niðurstöðum í lok maí. Aðilar eru sammála um að þegar niðurstöður starfshópsins liggja fyrir verði metið hvort og þá á hvaða grunni verði unnið áfram með niðurstöðurnar. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður ASÍ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Starfshópurinn á einnig að rýna í árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með þessari viljayfirlýsingu vilji verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í húsnæðismálum. Heiða Björg borgarstjóri boðaði til fundarins. Hulda Gunnarsdóttir Auk borgarstjóra og fulltrúa verkalýðshreyfinganna tveggja undirrituðu fulltrúar meirihlutans einnig undir yfirlýsinguna, þær Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki. Verkalýðsfélögin og Reykjavíkurborg hafa síðustu ár unnið saman með stofnun íbúðafélaganna Bjargs og Blæs en borgin úthlutaði stofnframlögum í formi fjölmargra lóða til uppbyggingar almennra íbúða í eigu þessara félaga. Í tilkynningu segir að síðan þá hafi á annað þúsund íbúða verið úthlutað til efnaminni fjölskyldna á vinnumarkaði. Eftirspurnin eftir íbúðum hjá íbúðafélögunum sé enn mikil og biðlistar hjá báðum félögum. Fjölmennur fundur fer nú fram í ráðhúsuinu um húsnæðisuppbyggingu. Hulda Gunnarsdóttir Skilar tillögum í maí Komið verður á fót starfshópi, sem verður skipaður tveimur fulltrúum frá hverjum þessara aðila, sem er ætlað að setja fram hugmyndir að verkefnum sem geta skapað sóknarfæri í núverandi ástandi. Helstu verkefni starfshópsins eru: • Kanna hvort hægt er að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal (M22) með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða. • Kortlagning mögulega áframhaldandi uppbyggingu íbúðahúsnæðis til næstu 10-15 ára, sem meðal annars byggist á þeim sóknarfærum sem skapast á grunni uppfærðs samgöngusáttmála. • Rýna árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Starfshópurinn hefur samkvæmt tilkynningu störf strax og er stefnt að því að hann skili niðurstöðum í lok maí. Aðilar eru sammála um að þegar niðurstöður starfshópsins liggja fyrir verði metið hvort og þá á hvaða grunni verði unnið áfram með niðurstöðurnar.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður ASÍ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira