„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2025 11:30 Thea Imani er klár í stórleik helgarinnar. vísir Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar. Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur. Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Valur fagnaði sigri í deildinni hér heima á fimmtudaginn var. Öruggur sigur á Gróttu skilaði titlinum í höfn. Það var þó ekki mikill tími til að fagna, með Evrópuleik sunnudagsins handan við hornið. „Við fögnuðum aðeins inni í klefa og erum allar ánægðar með þetta. En um leið þá var krefjandi að halda einbeitingu á deildinni því við vissum af þessum Evrópuleik. Núna er hausinn kominn alveg á Evrópu,“ segir Thea en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtal við Theu fyrir Evrópuleikinn Thea segir að mikil einbeiting sé á undirbúninginn fyrir leikinn við Iuventa frá Slóvakíu á sunnudag. „Við erum búnar að vera í mörgum leikjum og stutt á milli. Maður er bara spenntur fyrir leiknum en um leið einbeittur. Við erum bara í því að undirbúa okkur. Sá tími er mjög mikilvægur þegar er svona stutt á milli og þegar maður er að spila á móti liði sem maður þekkir ekki eins vel,“ segir Thea. Valskonur hafa farið víða og slegið út sterk lið frá Svíþjóð, Spáni og Tékklandi. En hvað stendur upp úr í þessu Evrópuævintýri hingað til? „Bara hvað það er gaman að vera í þessu liði með þessum stelpum. Þær eru steiktar en þær eru líka geggjað skemmtilegar,“ segir Thea létt. Tók tíma að læra á andstæðinginn Fyrri leikur einvígisins fór fram ytra og tapaðist með tveimur mörkum síðustu helgi. Valur var sex mörkum undir í hálfleik og tók liðið sinn tíma að læra inn á andstæðinginn. Leikmenn liðsins eru sannfærðir um að þeir geti unnið þann litla mun upp á eigin heimavelli. „Við grófum okkar eigin skurð þarna undir með því að lenda svo langt undir. Við náðum að jafna, sem sýnir að ef við hefðum ekki gert þessi mistök sem við gerðum í fyrri hálfleik hefði þetta verið allt annar leikur. Núna erum við komnar á okkar heimavöll, þær þurfa að ferðast hingað og allt það. Ég er gríðarlega spennt og mjög jákvæð fyrir þetta,“ segir Thea. Leikur Vals og Iuventa fer fram klukkan 17:30 á sunnudaginn kemur.
Valur Olís-deild kvenna EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira