Tala látinna komin yfir þúsund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 07:40 Sjálfboðaliðar í Naypyitaw leita í rústum. AP Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“ Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“
Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07
Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44
43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27