Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 13:30 Yared Nuguse vann brons á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Getty/Kevin Voigt Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita