Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2025 19:19 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað þegar þingkosningarnar þar í landi fóru fram. Aðsend/Inga Dóra Íslendingur í Nuuk segir mikla spennu vera að byggjast upp á Grænlandi vegna ásælni Bandaríkjastjórnar og heimsóknar varaforsetans. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í dag. Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra. Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra.
Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02
Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34
Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02