Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 12:56 Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Þetta segir í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf frá 22. mars síðastliðinn þar sem samstæðureikningur félagsins var lagður fram og samþykktur. Þar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu ársins 2024 hafi rekstrartekjur samstæðunnar numið 9,1 milljarði króna. Tekjurnar jukust um 423 milljónum króna á milli ára eða 4,8 prósent en að teknu tilliti til verðlagsþróunar þá hafi tekjur lækkað um eitt prósent að raunvirði milli ára. Rekstrargjöld námu tæpum 9,0 milljörðum og jukust um 730 milljónum króna milli ára eða 8,9 prósent. „Laun- og launatengd gjöld námu 3.881 m.kr. og jukust um 195 m.kr. milli ára eða 5,3%. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar lækkuðu launaútgjöldin milli ára. Meðalfjöldi stöðugilda á árinu var 275 en frá miðju ári hefur stöðugildum verið fækkað sem hluta af hagræðingaraðgerðum félagsins. Annar rekstrarkostnaður, að frátöldum afskriftum, nam 4.582 m.kr. og jókst um 503 milljónir króna milli ára eða 12,3% en riflega 6% að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Aukning milli ára skýrist fyrst og fremst af gjaldfærslum vegna stórra íþróttaviðburða á árinu og kostnaðar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga og tvennra kosninga. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri.Vísir/Arnar Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 365 m.kr. og lækkuðu um 113 m.kr. milli ára sem skýrist að stærstu leyti af lækkun verðbólgu milli ára og gengishagnaði á árinu. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nam tap af rekstri RÚV samtals 188 m.kr. á árinu 2024 og versnaði afkoman um 194 milljónir króna milli ára. Í árslok námu heildareignir 9.306 m.kr. og lækkuðu eignir félagsins um 170 m.kr. milli ára. Handbært fé stóð í stað milli ára i 12 m.kr. en skuldir við lánastofnanir námu einnig 12 m.kr. og lækkuðu um 141 m.kr. milli ára. Eigið fé í árslok nam 1.622 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 17,4% í árslok,“ segir í fundargerðinni. Markmið um hallalausan rekstur náðist ekki Fram kemur að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt yfirvegaður og hallalaus. Mikilvægt sé að tryggja að reksturinn sé sjálfbær til langs tíma litið. „Í því felst að skuldsetning félagsins sé viðráðanleg og lausafjárstaðan með þeim hætti að félagið geti mætti óvæntum áföllum í rekstri. Skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem hafa leitt til lækkunar skulda telur stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Á árinu 2024 náðist ekki markmið um hallalausan rekstur og nam tap á rekstri félagsins 188 m.kr. Taprekstur félagsins má að hluta rekja til þess að tekjur félagsins lækkuðu að raunvirði á milli ára en einnig til hárra gjaldfærsina vegna íþróttaviðburða og kostnaðar vegna kosninga og eldsumbrota. A árinu var gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta afkomu og sjóðstöðu innan ársins. Aðgerðirnar skiluðu meðal annars því að skuldir við lánastofnanir, að teknu tilliti til handbærs fjár, voru komnar i jafnvægi um áramót og nam viðsnúningurinn innan ársins 141 milljón króna. Þá var aðgerðunum enn fremur ætlað að stuðla að hallalausum rekstri á árinu 2025 og að sjóðstaða félagsins verði jákvæð í árslok 2025,“ segir í fundargerðinni. Ríkisútvarpið Uppgjör og ársreikningar Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Þetta segir í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf frá 22. mars síðastliðinn þar sem samstæðureikningur félagsins var lagður fram og samþykktur. Þar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu ársins 2024 hafi rekstrartekjur samstæðunnar numið 9,1 milljarði króna. Tekjurnar jukust um 423 milljónum króna á milli ára eða 4,8 prósent en að teknu tilliti til verðlagsþróunar þá hafi tekjur lækkað um eitt prósent að raunvirði milli ára. Rekstrargjöld námu tæpum 9,0 milljörðum og jukust um 730 milljónum króna milli ára eða 8,9 prósent. „Laun- og launatengd gjöld námu 3.881 m.kr. og jukust um 195 m.kr. milli ára eða 5,3%. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar lækkuðu launaútgjöldin milli ára. Meðalfjöldi stöðugilda á árinu var 275 en frá miðju ári hefur stöðugildum verið fækkað sem hluta af hagræðingaraðgerðum félagsins. Annar rekstrarkostnaður, að frátöldum afskriftum, nam 4.582 m.kr. og jókst um 503 milljónir króna milli ára eða 12,3% en riflega 6% að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Aukning milli ára skýrist fyrst og fremst af gjaldfærslum vegna stórra íþróttaviðburða á árinu og kostnaðar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga og tvennra kosninga. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri.Vísir/Arnar Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 365 m.kr. og lækkuðu um 113 m.kr. milli ára sem skýrist að stærstu leyti af lækkun verðbólgu milli ára og gengishagnaði á árinu. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nam tap af rekstri RÚV samtals 188 m.kr. á árinu 2024 og versnaði afkoman um 194 milljónir króna milli ára. Í árslok námu heildareignir 9.306 m.kr. og lækkuðu eignir félagsins um 170 m.kr. milli ára. Handbært fé stóð í stað milli ára i 12 m.kr. en skuldir við lánastofnanir námu einnig 12 m.kr. og lækkuðu um 141 m.kr. milli ára. Eigið fé í árslok nam 1.622 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 17,4% í árslok,“ segir í fundargerðinni. Markmið um hallalausan rekstur náðist ekki Fram kemur að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt yfirvegaður og hallalaus. Mikilvægt sé að tryggja að reksturinn sé sjálfbær til langs tíma litið. „Í því felst að skuldsetning félagsins sé viðráðanleg og lausafjárstaðan með þeim hætti að félagið geti mætti óvæntum áföllum í rekstri. Skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem hafa leitt til lækkunar skulda telur stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Á árinu 2024 náðist ekki markmið um hallalausan rekstur og nam tap á rekstri félagsins 188 m.kr. Taprekstur félagsins má að hluta rekja til þess að tekjur félagsins lækkuðu að raunvirði á milli ára en einnig til hárra gjaldfærsina vegna íþróttaviðburða og kostnaðar vegna kosninga og eldsumbrota. A árinu var gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta afkomu og sjóðstöðu innan ársins. Aðgerðirnar skiluðu meðal annars því að skuldir við lánastofnanir, að teknu tilliti til handbærs fjár, voru komnar i jafnvægi um áramót og nam viðsnúningurinn innan ársins 141 milljón króna. Þá var aðgerðunum enn fremur ætlað að stuðla að hallalausum rekstri á árinu 2025 og að sjóðstaða félagsins verði jákvæð í árslok 2025,“ segir í fundargerðinni.
Ríkisútvarpið Uppgjör og ársreikningar Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira