Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2025 19:21 Þau Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson og Vaka Agnarsdóttir, liðsmenn Inspector Spacetime, frumfluttu lag Barnamenningarhátíðar við mikinn fögnuð nemenda við Fossvogsskóla. Reykjavíkurborg Þakið ætlaði að rifna af Fossvogsskóla í dag þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt. Þriðju og fjórðu bekkingar dönsuðu og sungu hástöfum með laginu og ekki ólíklegt að krakkarnir hafi fengið hlaupasting, sem er einmitt nafnið á laginu. Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ekki fyrr en í næstu viku en nemendur í Fossvogsskóla voru svo heppnir að fá forsmekk af hátíðinni í dag með skemmtilegri dagskrá sem hófst með laginu Farfuglar í flutningi nemendakórs skólans en það fór ekki á milli mála að söngvararnir höfðu hæft sig dögum saman. Fréttastofa ræddi við tvær stúlkur úr kórnum sem sögðu að það væri ekkert mál að koma fram á tónleikum sem þessum. Aðalatriðið væri að vera kátur. Næst var komið að frumflutningi á lagi Barnamenningarhátíðar, sem kallast „Hlaupasting.“ Liðsmenn hljómsveitarinnar Inspector Spacetime fengu, við gerð lagsins, texta frá krökkum í fjórða bekk sem fjölluðu um þeirra túlkun á því að fara „út að leika“ og unnu úr þeim söngtextann við lagið. Í fréttinni má sjá og heyra nemendakór skólans flytja lagið Farfuglar og einnig Hljómsveitina Inspector Spacetime flytja lag Barnamenningarhátíðar við mikinn fögnuð krakkanna. Reykjavík Menning Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ekki fyrr en í næstu viku en nemendur í Fossvogsskóla voru svo heppnir að fá forsmekk af hátíðinni í dag með skemmtilegri dagskrá sem hófst með laginu Farfuglar í flutningi nemendakórs skólans en það fór ekki á milli mála að söngvararnir höfðu hæft sig dögum saman. Fréttastofa ræddi við tvær stúlkur úr kórnum sem sögðu að það væri ekkert mál að koma fram á tónleikum sem þessum. Aðalatriðið væri að vera kátur. Næst var komið að frumflutningi á lagi Barnamenningarhátíðar, sem kallast „Hlaupasting.“ Liðsmenn hljómsveitarinnar Inspector Spacetime fengu, við gerð lagsins, texta frá krökkum í fjórða bekk sem fjölluðu um þeirra túlkun á því að fara „út að leika“ og unnu úr þeim söngtextann við lagið. Í fréttinni má sjá og heyra nemendakór skólans flytja lagið Farfuglar og einnig Hljómsveitina Inspector Spacetime flytja lag Barnamenningarhátíðar við mikinn fögnuð krakkanna.
Reykjavík Menning Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira