Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2025 10:26 Snorri Másson bjóst líklega við einhverjum mótbárum en varla því bakslagi sem pistill Maríu Hjálmtýsdóttur, aðalritara Félags kynjafræðinga, hefur haft í för með sér. vísir/vilhelm/aðsend Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð. Snorri hélt því fram að Viðreisn hafi tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænna óbreytta og hafði mörg orð um jafnréttisiðnaðinn, þar á meðal kynjafræðina sem hann hafði sitthvað við að athuga: „Unnið verði áfram að innleiðingu jafnlaunavottunar“ – jafnvel þótt vísindaleg rannsókn háskólans hafi sýnt að vottunin hefur engin áhrif haft á launamun kynjanna og kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna málsins sé nú talinn munu ná upp í 20 milljarða króna þegar uppi er staðið. Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir. „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í sjávarútvegi og fiskeldi.“ „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í landbúnaði.“ Kennarar í framhaldsskólum verði „fræddir“ um kynjafræði „til að tryggja inngildingu“ og „færni kennara til að flétta kynjafræði inn í aðra kennslu.“ „Flétta jafnréttisfræðslu inn í kennslu á öllum skólastigum“ - þar á meðal á leikskólum. Sem sagt tryggja innrætingu á alla línuna. Þetta er meðal þess sem Snorri hafði fram að færa og í samtali við Vísi undraðist hann það hvers vegna enginn þingmaður þyrði að hafa á þessu orð því innihaldsleysið blasti við honum. Takk María! En það sýndi sig kannski í gær að ýmsir eru ekki á sama máli. Svo virðist í það minnsta ef lesinn er pistill sem María Hjálmtýsdóttir birti en nú hafa um 78 deilt þeim skrifum. Þar eru Snorra ekki vandaðar kveðjurnar. Með deilingunum fylgja gjarnan orð á borð við „Takk María“. Og svo eru Snorra fundin hin verstu orð, að hætti hússins. Svo virðist sem um sjálfsprottið frekar en samstillt átak sé að ræða: „Sem aðalritara Félags kynjafræðikennara finn ég mig knúna til að bregðast við ummælum þingmanns Miðflokksins á Alþingi okkar Íslendinga þar sem hann fer með rangfærslur og hræðsluáróður um kynjafræðikennslu í skólum landsins. Ræðan minnir um margt á þá brælu sem Bandaríkjaforseti og hans lið básúna yfir heimsbyggðina þessa dagana en þar er hatrið orðið svo mikið að jafnvel hörðustu nöglum stendur ekki á sama.“ Þannig hefst pistill Maríu. Hún segir að í ræðustól Alþingis sé því haldið blákalt fram að kynjafræðikennsla sé innræting sem snúist um að fórnarlambsvæða stúlkur. „Kynjafræðikennarar eru ásakaðir um að kenna strákum að víkja fyrir stúlkunum og skammast sín fyrir sitt „náttúrulega ástand“, karlmennskuna. Eins og það sé ekki nóg erum við sökuð um að kenna nemendum okkar að það að vera karlmaður sé á einhvern hátt eitrað.“ Sammála um að vera ósammála Og María heldur áfram: „Það eru sjálfsagt fáar fræðigreinar sem verða fyrir jafn hatrömmum ásökunum um innrætingu, heilaþvott og þvaður og kynjafræðin. Ítrekuðum rannsóknarniðurstöðum er andmælt af því að fólk er „á annarri skoðun“ og „sammála um að vera ósammála“. María greinir frá því að hún reyni oft að rökræða við fólk á samfélagsmiðlum þegar farið sé með rangt mál um kynjafræðikennslu en „drullan, vanvirðingin og útúrsnúningarnir eru þvílík að það er ekki á nokkra manneskju leggjandi að standa í því argaþrasi.“ María fer yfir það sem henni sýnist margvíslegar ranghugmyndir um kynjafræðikennslu. María virðist sem sagt hætt að reyna að bjóða fram einhverjar staðreyndir sem hnekkja því sem Snorri segir. „Það má ypta öxlum og ranghvolfa augunum yfir röfli í athugasemdakerfum samfélagsmiðla en þegar sama orðræða er komin í ræðustól Alþingis er kominn tími til að velta fyrir okkur á hvaða vegferð við erum og hver tilgangur stjórnmálamanna sé sem tala svona.“ María segir þetta nefnilega ekkert nýtt og ekki sé þetta frumlegt tal, að einhver þori meðan aðrir þegi. Eldgamalt trix „Tal gegn jafnrétti og jafnréttisbaráttu er eldgamalt trix og þau sem þekkja veraldarsöguna vita vel hverjar afleiðingarnar geta verið.“ María viðurkennir að hún sé skíthrædd við „þennan áróður gegn kynjafræðikennslu, ekki bara vegna þess að hann byggist fyrst og fremst á rangfærslum og lygum heldur vegna þess að hann talar inn í þá orðræðu sem við erum hve mest að reyna að vinna gegn með kynjafræðikennslu. Snorri velti því upp í gær hvers vegna enginn þingmaður annar en hann þyrði að hafa á þessu orð og hann hefur nú fengið svarið við því, að hluta.vísir/vilhelm Þótt dulbúinn sé sem „skynsemishyggja“ eða hvað sem fólk kýs að kalla það, er þessi áróður uppsprottinn af nákvæmlega sama stað og reiði ungra karla, ofbeldishegðun, vanlíðan og einmanaleiki og hann ýtir undir nákvæmlega það sem við sem samfélag viljum helst útrýma.“ Og María klikkir út, við mikinn fögnuð, því að vandamálið séu nefnilega ekki kynjafræðikennarar heldur þvert á móti. „Spyrjið bara nemendur okkar.” Alþingi Samfélagsmiðlar Miðflokkurinn Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Snorri hélt því fram að Viðreisn hafi tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænna óbreytta og hafði mörg orð um jafnréttisiðnaðinn, þar á meðal kynjafræðina sem hann hafði sitthvað við að athuga: „Unnið verði áfram að innleiðingu jafnlaunavottunar“ – jafnvel þótt vísindaleg rannsókn háskólans hafi sýnt að vottunin hefur engin áhrif haft á launamun kynjanna og kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna málsins sé nú talinn munu ná upp í 20 milljarða króna þegar uppi er staðið. Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir. „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í sjávarútvegi og fiskeldi.“ „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í landbúnaði.“ Kennarar í framhaldsskólum verði „fræddir“ um kynjafræði „til að tryggja inngildingu“ og „færni kennara til að flétta kynjafræði inn í aðra kennslu.“ „Flétta jafnréttisfræðslu inn í kennslu á öllum skólastigum“ - þar á meðal á leikskólum. Sem sagt tryggja innrætingu á alla línuna. Þetta er meðal þess sem Snorri hafði fram að færa og í samtali við Vísi undraðist hann það hvers vegna enginn þingmaður þyrði að hafa á þessu orð því innihaldsleysið blasti við honum. Takk María! En það sýndi sig kannski í gær að ýmsir eru ekki á sama máli. Svo virðist í það minnsta ef lesinn er pistill sem María Hjálmtýsdóttir birti en nú hafa um 78 deilt þeim skrifum. Þar eru Snorra ekki vandaðar kveðjurnar. Með deilingunum fylgja gjarnan orð á borð við „Takk María“. Og svo eru Snorra fundin hin verstu orð, að hætti hússins. Svo virðist sem um sjálfsprottið frekar en samstillt átak sé að ræða: „Sem aðalritara Félags kynjafræðikennara finn ég mig knúna til að bregðast við ummælum þingmanns Miðflokksins á Alþingi okkar Íslendinga þar sem hann fer með rangfærslur og hræðsluáróður um kynjafræðikennslu í skólum landsins. Ræðan minnir um margt á þá brælu sem Bandaríkjaforseti og hans lið básúna yfir heimsbyggðina þessa dagana en þar er hatrið orðið svo mikið að jafnvel hörðustu nöglum stendur ekki á sama.“ Þannig hefst pistill Maríu. Hún segir að í ræðustól Alþingis sé því haldið blákalt fram að kynjafræðikennsla sé innræting sem snúist um að fórnarlambsvæða stúlkur. „Kynjafræðikennarar eru ásakaðir um að kenna strákum að víkja fyrir stúlkunum og skammast sín fyrir sitt „náttúrulega ástand“, karlmennskuna. Eins og það sé ekki nóg erum við sökuð um að kenna nemendum okkar að það að vera karlmaður sé á einhvern hátt eitrað.“ Sammála um að vera ósammála Og María heldur áfram: „Það eru sjálfsagt fáar fræðigreinar sem verða fyrir jafn hatrömmum ásökunum um innrætingu, heilaþvott og þvaður og kynjafræðin. Ítrekuðum rannsóknarniðurstöðum er andmælt af því að fólk er „á annarri skoðun“ og „sammála um að vera ósammála“. María greinir frá því að hún reyni oft að rökræða við fólk á samfélagsmiðlum þegar farið sé með rangt mál um kynjafræðikennslu en „drullan, vanvirðingin og útúrsnúningarnir eru þvílík að það er ekki á nokkra manneskju leggjandi að standa í því argaþrasi.“ María fer yfir það sem henni sýnist margvíslegar ranghugmyndir um kynjafræðikennslu. María virðist sem sagt hætt að reyna að bjóða fram einhverjar staðreyndir sem hnekkja því sem Snorri segir. „Það má ypta öxlum og ranghvolfa augunum yfir röfli í athugasemdakerfum samfélagsmiðla en þegar sama orðræða er komin í ræðustól Alþingis er kominn tími til að velta fyrir okkur á hvaða vegferð við erum og hver tilgangur stjórnmálamanna sé sem tala svona.“ María segir þetta nefnilega ekkert nýtt og ekki sé þetta frumlegt tal, að einhver þori meðan aðrir þegi. Eldgamalt trix „Tal gegn jafnrétti og jafnréttisbaráttu er eldgamalt trix og þau sem þekkja veraldarsöguna vita vel hverjar afleiðingarnar geta verið.“ María viðurkennir að hún sé skíthrædd við „þennan áróður gegn kynjafræðikennslu, ekki bara vegna þess að hann byggist fyrst og fremst á rangfærslum og lygum heldur vegna þess að hann talar inn í þá orðræðu sem við erum hve mest að reyna að vinna gegn með kynjafræðikennslu. Snorri velti því upp í gær hvers vegna enginn þingmaður annar en hann þyrði að hafa á þessu orð og hann hefur nú fengið svarið við því, að hluta.vísir/vilhelm Þótt dulbúinn sé sem „skynsemishyggja“ eða hvað sem fólk kýs að kalla það, er þessi áróður uppsprottinn af nákvæmlega sama stað og reiði ungra karla, ofbeldishegðun, vanlíðan og einmanaleiki og hann ýtir undir nákvæmlega það sem við sem samfélag viljum helst útrýma.“ Og María klikkir út, við mikinn fögnuð, því að vandamálið séu nefnilega ekki kynjafræðikennarar heldur þvert á móti. „Spyrjið bara nemendur okkar.”
Alþingi Samfélagsmiðlar Miðflokkurinn Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira