Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 15:43 Frá því að Þjóðverjinn Ursula von der Leyen var endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í fyrra hefur hún lagt áherslu á afregluvæðingu til þess að auka samkeppnishæfni Evrópu. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma. Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma.
Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38