Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 15:43 Frá því að Þjóðverjinn Ursula von der Leyen var endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í fyrra hefur hún lagt áherslu á afregluvæðingu til þess að auka samkeppnishæfni Evrópu. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma. Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma.
Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38