Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 20:33 Kjartan Logi Sigurjónsson er stöðuvörður. Vísir/Bjarki Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara. Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan. Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan.
Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira