Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 16:21 Mennirnir tveir tóku pallbíl ófrjálsri hendi af höfninni á Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að aka stolnum bíl undir miklum áhrifum áfengis og kannabiss. Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár. Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár.
Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira