Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:29 Benedikt Gunnar Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands Vísir/Arnar Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka. GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira