Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 12:02 Óskar furðar sig á máli Ragnars. Vísir Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira