Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 08:01 Selma Svavarsdóttir formaður KÍO. Elísabet Blöndal Rúmlega 200 konur komu saman til að fræðast og efla tengsl kvenna í orkugeiranum á fyrstu ráðstefnu samtakanna Konur í orkumálum. Ráðstefnan er sú fyrsta sem samtökin halda og var haldin í tilefni af Kvennaárinu. Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal
Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira