Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 09:35 Henrik og Liva Ingebrigtsen gengu í hjónaband fyrir sjö árum. instagram-síða livu Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð. Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð.
Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita