(Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar 9. apríl 2025 11:32 Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar