Bandaríkin muni semja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að Bandaríkjastjorn mun nota næstu mánuði til að semja við einstök viðskiptalönd um tolla. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir. Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir.
Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira