Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. apríl 2025 11:15 Menn hvaðanæva að í heiminum sæta gæsluvarðhaldi í Keflavík vegna innflutnings fíkniefna. vísir/vilhelm Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn með kókaín í farangri sínum en hann kom með flugi frá Spáni. Sama dag var maður á nítjánda aldursári handtekinn af sama tilefni. Alls eru 25 menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þeir eiga ríkisfang í Palestínu, Sýrlandi, Spáni, Gíneu, Litháen, Nígeríu, Brasilíu, Spáni, Grikklandi, Alsír, Póllandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Frakklandi og Lettlandi. Þeir sæta flestir gæsluvaðrhaldi vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að álag á starfsmönnum embættisins sé því mikið. Það sem af er ári eru frávísunarmál á landamærum Íslands á Keflavíkur orðin 127. Frá árinu 2010 hefur fjöldi slíkra mála á ársgrundvelli verið meiri í einungis þrjú skipti. Lögreglan segir að gera megi ráð fyrir að það dragi úr fjölda þessara mála á þessu ári með hliðsjón af öflugum aðgerðum lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Frávísanir á landamærum snúa ekki að þeim sem handteknir eru á flugvellinum við það að reyna að koma inn í landið ólöglegum fíkniefnum. Þeir eru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald og í framhaldi af því dæmdir til fangelsisvistar. Í tilkynningunni kemur fram að í minnisblaði sem sent var dómsmálaráðuneytinu hafi þeirri tillögu verið komið á framfæri að ráðnir verði til embættisins fangaverðir til að annast fangavörslu í fangahúsi, yfirsetu yfir sakborningum sem flytja inn fíkniefni innvortis og flutning sakborninga til og frá dómi. Í dag sinni lögreglumenn þessum verkefnum. „Vert er að geta þess að það getur tekið daga, og vikur í undantekningartilfellum, að skila af sér fíkniefnum úr meltingarvegi á meðan sakborningur er vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf að geta nýtt lögreglumenn í löggæsluverkefni en ekki í fangavörslu og fangaflutninga. Lausn er ekki í sjónmáli,“ segir í tilkynningunni. Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Alls eru 25 menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þeir eiga ríkisfang í Palestínu, Sýrlandi, Spáni, Gíneu, Litháen, Nígeríu, Brasilíu, Spáni, Grikklandi, Alsír, Póllandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Frakklandi og Lettlandi. Þeir sæta flestir gæsluvaðrhaldi vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að álag á starfsmönnum embættisins sé því mikið. Það sem af er ári eru frávísunarmál á landamærum Íslands á Keflavíkur orðin 127. Frá árinu 2010 hefur fjöldi slíkra mála á ársgrundvelli verið meiri í einungis þrjú skipti. Lögreglan segir að gera megi ráð fyrir að það dragi úr fjölda þessara mála á þessu ári með hliðsjón af öflugum aðgerðum lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Frávísanir á landamærum snúa ekki að þeim sem handteknir eru á flugvellinum við það að reyna að koma inn í landið ólöglegum fíkniefnum. Þeir eru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald og í framhaldi af því dæmdir til fangelsisvistar. Í tilkynningunni kemur fram að í minnisblaði sem sent var dómsmálaráðuneytinu hafi þeirri tillögu verið komið á framfæri að ráðnir verði til embættisins fangaverðir til að annast fangavörslu í fangahúsi, yfirsetu yfir sakborningum sem flytja inn fíkniefni innvortis og flutning sakborninga til og frá dómi. Í dag sinni lögreglumenn þessum verkefnum. „Vert er að geta þess að það getur tekið daga, og vikur í undantekningartilfellum, að skila af sér fíkniefnum úr meltingarvegi á meðan sakborningur er vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf að geta nýtt lögreglumenn í löggæsluverkefni en ekki í fangavörslu og fangaflutninga. Lausn er ekki í sjónmáli,“ segir í tilkynningunni.
Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira