Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 12. apríl 2025 20:39 Hér má sjá verk merkt Nínu Tryggvadóttur en um er að ræða falsaðar áritanir. Stöð 2 Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun. Til að mynda eru fjögur verk merkt Nínu Tryggvadóttur til sýnis en um er að ræða falsaðir áritanir og eru verkin eftir þrjá danska höfunda. Sýningin sé afrakstur rannsóknar á fölsuðum verkum í vörslu listasafnsins. Verkin berast safninu gjarnan sem gjafir en tvö þeirra voru keypt á uppboði. „Við erum með hérna níu sögur sem við erum að segja. Ólíkar sögur þar sem að koma mismunandi listamenn við sögu,“ segir Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands. Hugmyndin að sýningunni hafi kviknað þegar falsanir og eftirlíkingar gerðu vart við sig á markaðnum hér á landi og í Danmörku fyrir rúmum tveimur árum. „Þetta var eitt af því sem við sáum að við gætum gert hérna á safninu. Að hafa þessa sýningu og veita almenningi færi á að skilja hvernig þetta er gert og varast falsanir í kjölfarið,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. „Svo er náttúrulega líka verið að ráðast að orðspori listamannanna. Svo þetta er vont fyrir almenning en líka fyrir listina.“ Á sýningunni geti fólk kynnt sér hverju skuli horfa eftir og hverju eigi að spyrja að við kaup, sem sé mikilvægt að mati safnstjórans þó að sumir telji framtakið gagnrýnisvert „Það voru ekkert allir sammála því að halda sýningu á fölsuðum verkum og fannst að Listasafn Íslands ætti að verja tíma sínum í að sýna alvöru myndlist,“ segir Ingibjörg. „En okkur fannst það mikilvægt og þetta væri eitt af því fáa sem hægt er að gera. Það er að uppfræða almenning. Fjalla um þetta og horfast í augu við vandann.“ Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Til að mynda eru fjögur verk merkt Nínu Tryggvadóttur til sýnis en um er að ræða falsaðir áritanir og eru verkin eftir þrjá danska höfunda. Sýningin sé afrakstur rannsóknar á fölsuðum verkum í vörslu listasafnsins. Verkin berast safninu gjarnan sem gjafir en tvö þeirra voru keypt á uppboði. „Við erum með hérna níu sögur sem við erum að segja. Ólíkar sögur þar sem að koma mismunandi listamenn við sögu,“ segir Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands. Hugmyndin að sýningunni hafi kviknað þegar falsanir og eftirlíkingar gerðu vart við sig á markaðnum hér á landi og í Danmörku fyrir rúmum tveimur árum. „Þetta var eitt af því sem við sáum að við gætum gert hérna á safninu. Að hafa þessa sýningu og veita almenningi færi á að skilja hvernig þetta er gert og varast falsanir í kjölfarið,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. „Svo er náttúrulega líka verið að ráðast að orðspori listamannanna. Svo þetta er vont fyrir almenning en líka fyrir listina.“ Á sýningunni geti fólk kynnt sér hverju skuli horfa eftir og hverju eigi að spyrja að við kaup, sem sé mikilvægt að mati safnstjórans þó að sumir telji framtakið gagnrýnisvert „Það voru ekkert allir sammála því að halda sýningu á fölsuðum verkum og fannst að Listasafn Íslands ætti að verja tíma sínum í að sýna alvöru myndlist,“ segir Ingibjörg. „En okkur fannst það mikilvægt og þetta væri eitt af því fáa sem hægt er að gera. Það er að uppfræða almenning. Fjalla um þetta og horfast í augu við vandann.“
Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels