Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2025 10:10 Nýi vegurinn yfir Dynjandisheiði. Horft niður í Geirþjófsfjörð og Arnarfjörð. Fyrir miðri mynd er nýr áningarstaður með þessu magnaða útsýni. Vegagerðin/Haukur Sigurðsson Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefnd um málefni Stranda í janúar 2024 og voru tillögurnar birtar á vef Stjórnarráðsins síðastliðinn miðvikudag. Nefndin, undir formennsku Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, var skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, Byggðastofnunar, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar. Tillagan um Hringveg 2, hringveg um Vestfirði, er ein af fjórum megintillögum nefndarinnar. Markmiðin með aðgerðinni eru sögð að skapa tækifæri fyrir atvinnulíf, meðal annars ferðaþjónustu, og íbúa á Vestfjörðum og að bæta vetrarþjónustu og viðhald vega. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð.Egill Aðalsteinsson Lagt er til að vegir með vegnúmerin 60, 61, 62, 63 og 68 fái vegnúmerið 2. Vegur 60, núverandi Vestfjarðavegur, liggur milli Hringvegarins númer eitt í Norðurárdal í Borgarfirði og Skutulsfjarðar. Vegur 61 liggur milli Reykhólasveitar og Bolungarvíkur, yfir Þröskulda, um Hólmavík, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp. Vegur 62 liggur milli Flókalundar og Patreksfjarðar. Vegur 63 liggur milli Patreksfjarðar og Dynjandisheiðar um Tálknafjörð og Bíldudal. Vegur 68 liggur milli Staðarskála í Hrútafirði og Steingrímsfjarðar. „Vegurinn fengi þar með aukið vægi þegar kemur að vetrarþjónustu og viðhaldi vega sem er mikilvægt fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu, ekki síst útflutningsgreinar og ferðaþjónustu,“ segir í áliti nefndarinnar. Þátturinn Um land allt, sem frumsýndur var í marsmánuði 2021, fjallaði um þennan nýja hringveg, Vestfjarðaleiðina. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Hugmyndin um Hringveg 2 um Vestfirði er ekki ný af nálinni. Þannig tók Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, vel í hana í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2017. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina Um land allt í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttarins um Vestfjarðarleiðina: Strandabyggð Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Húnaþing vestra Árneshreppur Kaldrananeshreppur Byggðamál Tengdar fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefnd um málefni Stranda í janúar 2024 og voru tillögurnar birtar á vef Stjórnarráðsins síðastliðinn miðvikudag. Nefndin, undir formennsku Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, var skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, Byggðastofnunar, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar. Tillagan um Hringveg 2, hringveg um Vestfirði, er ein af fjórum megintillögum nefndarinnar. Markmiðin með aðgerðinni eru sögð að skapa tækifæri fyrir atvinnulíf, meðal annars ferðaþjónustu, og íbúa á Vestfjörðum og að bæta vetrarþjónustu og viðhald vega. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð.Egill Aðalsteinsson Lagt er til að vegir með vegnúmerin 60, 61, 62, 63 og 68 fái vegnúmerið 2. Vegur 60, núverandi Vestfjarðavegur, liggur milli Hringvegarins númer eitt í Norðurárdal í Borgarfirði og Skutulsfjarðar. Vegur 61 liggur milli Reykhólasveitar og Bolungarvíkur, yfir Þröskulda, um Hólmavík, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp. Vegur 62 liggur milli Flókalundar og Patreksfjarðar. Vegur 63 liggur milli Patreksfjarðar og Dynjandisheiðar um Tálknafjörð og Bíldudal. Vegur 68 liggur milli Staðarskála í Hrútafirði og Steingrímsfjarðar. „Vegurinn fengi þar með aukið vægi þegar kemur að vetrarþjónustu og viðhaldi vega sem er mikilvægt fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu, ekki síst útflutningsgreinar og ferðaþjónustu,“ segir í áliti nefndarinnar. Þátturinn Um land allt, sem frumsýndur var í marsmánuði 2021, fjallaði um þennan nýja hringveg, Vestfjarðaleiðina. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Hugmyndin um Hringveg 2 um Vestfirði er ekki ný af nálinni. Þannig tók Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, vel í hana í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2017. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina Um land allt í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttarins um Vestfjarðarleiðina:
Strandabyggð Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Húnaþing vestra Árneshreppur Kaldrananeshreppur Byggðamál Tengdar fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent