„Nú hættir þú Sigurður!“ Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 09:29 Pétur bæjarstjóri er vægðarlaus þegar hann afgreiðir sumarspá Sigga storms: Nei, nú hættir þú Sigurður. vísir/vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. Einn þeirra sem til máls tekur, og linkar í frétt Vísis, er sjálfur bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur G. Markan er afdráttarlaus: „Nú hættir þú Sigurður! Og þið Vísis-fólk eigið að vita betur.“ Vísi til varnar þá fór blaðamaður vel í saumana á spám Sigga í gegnum tíðina og rifjað upp heldur hrapalega spá hans frá í fyrra, sem hann svo baðst afsökunar á. En fólk gleymir ekki svo glatt. Fjölmargir taka undir með bæjarstjóranum. Þingmaðurinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir er ein þeirra og hún er á því að orð Sigga séu áhrínisorð: „Algjörlega búinn að jinxa þetta!“ Og þeir eru margir sem tjá sig á Facebook á því máli. Magnús Bjarnason nokkur segir: „Nkl! Mesti jinxari Íslands.“ Sigurður Víkingur biður þess í lengstu lög að ekki sé tekið viðtal við Sigurð um veðrið og Laufey Þorsteinsdóttir minnir á að hann hafi einnig sagt þetta í fyrra. „Sumarið átti að verða mjög gott... það vita allir að sú spá rættist ekki.“ Kolbrún Dögg Tryggvadóttir segir að ekki verði jafn kalt, heldur kaldara. Róbert Gils Róbertsson segir að þar hafi sumarið farið endanlega. Og Bergþór Njáll Sigurðsson segir nú farið í verra: „Undanfarið hefur alltaf gerst, einmitt þveröfugt við það sem Stormurinn hefur sagt, svo nú má búast við köldu og blautu sumri, jafnvel hagléli og slyddu.“ Veður Tengdar fréttir Siggi stormur lofar hlýju og sólríku sumri Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum. 21. apríl 2024 19:27 Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Einn þeirra sem til máls tekur, og linkar í frétt Vísis, er sjálfur bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur G. Markan er afdráttarlaus: „Nú hættir þú Sigurður! Og þið Vísis-fólk eigið að vita betur.“ Vísi til varnar þá fór blaðamaður vel í saumana á spám Sigga í gegnum tíðina og rifjað upp heldur hrapalega spá hans frá í fyrra, sem hann svo baðst afsökunar á. En fólk gleymir ekki svo glatt. Fjölmargir taka undir með bæjarstjóranum. Þingmaðurinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir er ein þeirra og hún er á því að orð Sigga séu áhrínisorð: „Algjörlega búinn að jinxa þetta!“ Og þeir eru margir sem tjá sig á Facebook á því máli. Magnús Bjarnason nokkur segir: „Nkl! Mesti jinxari Íslands.“ Sigurður Víkingur biður þess í lengstu lög að ekki sé tekið viðtal við Sigurð um veðrið og Laufey Þorsteinsdóttir minnir á að hann hafi einnig sagt þetta í fyrra. „Sumarið átti að verða mjög gott... það vita allir að sú spá rættist ekki.“ Kolbrún Dögg Tryggvadóttir segir að ekki verði jafn kalt, heldur kaldara. Róbert Gils Róbertsson segir að þar hafi sumarið farið endanlega. Og Bergþór Njáll Sigurðsson segir nú farið í verra: „Undanfarið hefur alltaf gerst, einmitt þveröfugt við það sem Stormurinn hefur sagt, svo nú má búast við köldu og blautu sumri, jafnvel hagléli og slyddu.“
Veður Tengdar fréttir Siggi stormur lofar hlýju og sólríku sumri Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum. 21. apríl 2024 19:27 Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Siggi stormur lofar hlýju og sólríku sumri Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum. 21. apríl 2024 19:27
Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58