Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2025 07:00 Tryggvi Helgason, stofnandi Norðurflugs, við aðra af Beechcraft-vélum félagsins. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00