„Við erum mjög háð rafmagninu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 21:11 Magni Þór Pálsson er verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Stöð 2 Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. „Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann. Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
„Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann.
Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira