Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 07:35 Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu gegn Indiana Pacers en það dugði ekki til. getty/Justin Casterline Indiana Pacers tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA með eins stigs sigri, 119-118, á Milwaukee Bucks í framlengdum fimmta leik liðanna í nótt. Pabbi skærustu stjörnu Indiana hagaði sér eins og kjáni eftir leikinn. Tyrese Haliburton skoraði sigurkörfu Indiana undir blálokin. Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee, sat eftir með sárt ennið en hann skoraði þrjátíu stig, tók tuttugu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum. HALIBURTON LAYUP FOR THE GAME AND THE SERIES!!!PACERS MOVING ON. pic.twitter.com/K5KkvAFaot— NBA (@NBA) April 30, 2025 Eftir að Haliburton skoraði sigurkörfuna ákvað pabbi hans, John, að gera sér ferð inn á völlinn. Hann veifaði handklæði framan í Giannis og lét einhver orð falla. Grikkinn var eðlilega ekki sáttur og skilja þurfti þá að. „Ég trúi á að vera hógvær á sigurstundu. En margir eru þannig, nei, þegar þú vinnur leik ertu með kjaft og gefur þér grænt ljós til að sýna öðrum vanvirðingu. Ég er ekki sammála því,“ sagði Giannis. „Þegar þú tapar eru miklar tilfinningar í spilinu. Ég hélt fyrst að þetta væri stuðningsmaður en fattaði svo að þetta væri pabbi Tyreses. Ég kann vel við Tyrese. Mér finnst hann vera frábær keppnismaður. Að pabbi hans komi út á gólfið, sýni mér handklæði með mynd af syni hans og segi að svona gerum við þetta finnst mér vera mikil vanvirðing.“ The last thing we see from Giannis in a Bucks jersey might just be him going after Mr. Haliburton pic.twitter.com/V3RaIYl0PC— Barstool Sports (@barstoolsports) April 30, 2025 Giannis sagðist þó hafa rætt við pabba Haliburtons eftir atvikið og þeir hafi ekki skilið í illu. Pabbinn baðst seinna afsökunar á samfélagsmiðlum og sonur hans sagði að hann hefði átt að hafa sig hægan. Tyrese Haliburton's dad apologizes following his confrontation with Giannis 👀 pic.twitter.com/Z294MiSuhV— Yahoo Sports (@YahooSports) April 30, 2025 „Ég er ekki sammála því sem gerðist. Körfubolti er körfubolti og höldum þessu inni á vellinum. Ég held að hann hafi orðið spenntur, sá son sinn skora sigurkörfu og fór út á gólfið en við ræddum saman,“ sagði Haliburton. „Hann verður að leyfa mér að spila körfubolta og halda sig þarna og ég kem og fagna með honum. Ég talaði við hann og Giannis. Pabbi minn hljóp á sig þarna.“ Haliburton skoraði 26 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Myles Turner var með 21 stig og níu fráköst. Þetta er annað árið í röð sem Indiana slær Milwaukee úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar. Liðið mætir Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Detroit Pistons minnkaði muninn í einvíginu gegn New York Knicks með 103-106 sigri í Madison Square Garden. Knicks leiðir einvígið, 3-2. Cade Cunningham skoraði 24 stig fyrir Detroit og Ausar Thompson 22. Sex leikmenn Knicks skoruðu að minnsta kosti þrettán stig en enginn meira en nítján. DETROIT STAYS ALIVE WITH THE ROAD W 😤Cade: 24 pts, 8 reb, 8 astAusar: 22 pts (8-10 fgm), 7 reb, 2 blkTobias: 17 pts, 8 reb, 4 blkGame 6: Thursday, 7:30pm/et, TNT (NYK leads 3-2) pic.twitter.com/yFyVOPrRMo— NBA (@NBA) April 30, 2025 Denver Nuggets vantar aðeins einn sigur í viðbót til að slá Los Angeles Clippers út í Vesturdeildinni eftir 131-115 sigur í fimmta leik liðanna. Denver er 3-2 yfir í einvíginu. Jamal Murray var í miklu stuði hjá Denver og skoraði 43 stig. Aaron Gordon var með 23 stig og Russell Westbrook 21. Nikola Jokic var nokkuð rólegur í stigaskorun en skilaði samt þrefaldri tvennu; þrettán stigum, tíu fráköstum og tólf stoðsendingum. JAMAL MURRAY PUT ON SHOW IN A PIVOTAL GAME 5!🔥 43 PTS🔥 8 3PM🔥 7 AST🔥 3 STL🔥 17-26 FGM (65.4%)His 6th-career 40+ point postseason game leaves the @nuggets 1 win away from advancing! pic.twitter.com/NSDYhnyku4— NBA (@NBA) April 30, 2025 Þá tryggðu meistarar Boston Celtics sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigri á Orlando Magic, 120-89. Boston vann einvígið, 4-1, og mætir annað hvort Knicks eða Detroit í næstu umferð. Jayson Tatum skoraði 35 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23. Franz Wagner skoraði 25 stig fyrir Orlando. TATUM COMES UP BIG TO CLINCH THE SERIES 🙌☘️ 35 PTS☘️ 10 AST☘️ 8 REB☘️ 4-5 3PM@celtics will face winner of Pistons/Knicks. pic.twitter.com/DiJtwBvyZT— NBA (@NBA) April 30, 2025 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Tyrese Haliburton skoraði sigurkörfu Indiana undir blálokin. Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee, sat eftir með sárt ennið en hann skoraði þrjátíu stig, tók tuttugu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum. HALIBURTON LAYUP FOR THE GAME AND THE SERIES!!!PACERS MOVING ON. pic.twitter.com/K5KkvAFaot— NBA (@NBA) April 30, 2025 Eftir að Haliburton skoraði sigurkörfuna ákvað pabbi hans, John, að gera sér ferð inn á völlinn. Hann veifaði handklæði framan í Giannis og lét einhver orð falla. Grikkinn var eðlilega ekki sáttur og skilja þurfti þá að. „Ég trúi á að vera hógvær á sigurstundu. En margir eru þannig, nei, þegar þú vinnur leik ertu með kjaft og gefur þér grænt ljós til að sýna öðrum vanvirðingu. Ég er ekki sammála því,“ sagði Giannis. „Þegar þú tapar eru miklar tilfinningar í spilinu. Ég hélt fyrst að þetta væri stuðningsmaður en fattaði svo að þetta væri pabbi Tyreses. Ég kann vel við Tyrese. Mér finnst hann vera frábær keppnismaður. Að pabbi hans komi út á gólfið, sýni mér handklæði með mynd af syni hans og segi að svona gerum við þetta finnst mér vera mikil vanvirðing.“ The last thing we see from Giannis in a Bucks jersey might just be him going after Mr. Haliburton pic.twitter.com/V3RaIYl0PC— Barstool Sports (@barstoolsports) April 30, 2025 Giannis sagðist þó hafa rætt við pabba Haliburtons eftir atvikið og þeir hafi ekki skilið í illu. Pabbinn baðst seinna afsökunar á samfélagsmiðlum og sonur hans sagði að hann hefði átt að hafa sig hægan. Tyrese Haliburton's dad apologizes following his confrontation with Giannis 👀 pic.twitter.com/Z294MiSuhV— Yahoo Sports (@YahooSports) April 30, 2025 „Ég er ekki sammála því sem gerðist. Körfubolti er körfubolti og höldum þessu inni á vellinum. Ég held að hann hafi orðið spenntur, sá son sinn skora sigurkörfu og fór út á gólfið en við ræddum saman,“ sagði Haliburton. „Hann verður að leyfa mér að spila körfubolta og halda sig þarna og ég kem og fagna með honum. Ég talaði við hann og Giannis. Pabbi minn hljóp á sig þarna.“ Haliburton skoraði 26 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Myles Turner var með 21 stig og níu fráköst. Þetta er annað árið í röð sem Indiana slær Milwaukee úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar. Liðið mætir Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Detroit Pistons minnkaði muninn í einvíginu gegn New York Knicks með 103-106 sigri í Madison Square Garden. Knicks leiðir einvígið, 3-2. Cade Cunningham skoraði 24 stig fyrir Detroit og Ausar Thompson 22. Sex leikmenn Knicks skoruðu að minnsta kosti þrettán stig en enginn meira en nítján. DETROIT STAYS ALIVE WITH THE ROAD W 😤Cade: 24 pts, 8 reb, 8 astAusar: 22 pts (8-10 fgm), 7 reb, 2 blkTobias: 17 pts, 8 reb, 4 blkGame 6: Thursday, 7:30pm/et, TNT (NYK leads 3-2) pic.twitter.com/yFyVOPrRMo— NBA (@NBA) April 30, 2025 Denver Nuggets vantar aðeins einn sigur í viðbót til að slá Los Angeles Clippers út í Vesturdeildinni eftir 131-115 sigur í fimmta leik liðanna. Denver er 3-2 yfir í einvíginu. Jamal Murray var í miklu stuði hjá Denver og skoraði 43 stig. Aaron Gordon var með 23 stig og Russell Westbrook 21. Nikola Jokic var nokkuð rólegur í stigaskorun en skilaði samt þrefaldri tvennu; þrettán stigum, tíu fráköstum og tólf stoðsendingum. JAMAL MURRAY PUT ON SHOW IN A PIVOTAL GAME 5!🔥 43 PTS🔥 8 3PM🔥 7 AST🔥 3 STL🔥 17-26 FGM (65.4%)His 6th-career 40+ point postseason game leaves the @nuggets 1 win away from advancing! pic.twitter.com/NSDYhnyku4— NBA (@NBA) April 30, 2025 Þá tryggðu meistarar Boston Celtics sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigri á Orlando Magic, 120-89. Boston vann einvígið, 4-1, og mætir annað hvort Knicks eða Detroit í næstu umferð. Jayson Tatum skoraði 35 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23. Franz Wagner skoraði 25 stig fyrir Orlando. TATUM COMES UP BIG TO CLINCH THE SERIES 🙌☘️ 35 PTS☘️ 10 AST☘️ 8 REB☘️ 4-5 3PM@celtics will face winner of Pistons/Knicks. pic.twitter.com/DiJtwBvyZT— NBA (@NBA) April 30, 2025
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira