Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. apríl 2025 22:26 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Vilhelm Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við aldur drengsins. Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét. Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét.
Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira